„Rússneskum lögum“ hraðað áfram þrátt fyrir hávær mótmæli Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 11:37 Mótmælendur veifuðu georgíska fánanum við þinghúsið í Tíblisi snemma í morgun. Mótmæli gegn rússnesku lögunum hafa verið daglegt brauð undanfarnar vikur. AP/Zurab Tsertsvadze Georgísk þingnefnd afgreiddi umdeild „rússnesk lög“ á rétt rúmri mínútu í morgun þrátt fyrir fjölmenn mótmæli við þinghúsið um helgina sem héldu áfram í dag. Mikil lögregluviðbúnaður er við þinghúsið og frásagnir eru um harkaleg átök lögreglu og mótmælenda. Frumvarp sem skilgreinir félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja ef þeir fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá hefur vakið hörð viðbrögð í Georgíu. Þau þykja í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað notað til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Því hafa gagnrýnendur georgíska frumvarpsins uppnefnt það „rússnesku lögin“. Tugir þúsunda manna mótmæltu við þinghúsið í höfuðborginni Tíblisi um helgina. Mótmælin héldu áfram í nótt og fram á morgun þrátt fyrir að lögregla hafi dreift mótmælendum í gær. Þegar þingmenn stjórnarflokksins Georgíska draumsins, sem er hallur undir Rússa, mættu hrópuðu mótmælendur „þrælar“ og „Rússar“ að þeim, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingmennirnir létu það ekki á sig fá. Þegar málið var tekið fyrir á fundi þingnefndar afgreiddu stjórnarþingmenn það á 67 sekúndum. Að óbreyttu gengur frumvarpið til þriðju og síðustu umræðu á morgun. Mótmælendur hafa heitið því að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Myndir og myndbönd af átökum mótmælenda og lögreglumanna hafa birst á samfélagsmiðlum í morgun. Mótmælendur hafa áður lýst því hvernig þeir hafi verið beittir ofbeldi og sætt ógnunum lögreglu undanfarnar vikur. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af framferði georgískra yfirvalda í garð mótmælendanna. #Georgia 🇬🇪 today:As the GD parliament has passed the Foreign Agents Law in a legal reading, students strike across the country. Riot police crack down on the protests, surrounding and beating protesters. pic.twitter.com/YFeLFoYfV9— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) May 13, 2024 Georgía Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Frumvarp sem skilgreinir félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja ef þeir fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá hefur vakið hörð viðbrögð í Georgíu. Þau þykja í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað notað til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Því hafa gagnrýnendur georgíska frumvarpsins uppnefnt það „rússnesku lögin“. Tugir þúsunda manna mótmæltu við þinghúsið í höfuðborginni Tíblisi um helgina. Mótmælin héldu áfram í nótt og fram á morgun þrátt fyrir að lögregla hafi dreift mótmælendum í gær. Þegar þingmenn stjórnarflokksins Georgíska draumsins, sem er hallur undir Rússa, mættu hrópuðu mótmælendur „þrælar“ og „Rússar“ að þeim, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingmennirnir létu það ekki á sig fá. Þegar málið var tekið fyrir á fundi þingnefndar afgreiddu stjórnarþingmenn það á 67 sekúndum. Að óbreyttu gengur frumvarpið til þriðju og síðustu umræðu á morgun. Mótmælendur hafa heitið því að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Myndir og myndbönd af átökum mótmælenda og lögreglumanna hafa birst á samfélagsmiðlum í morgun. Mótmælendur hafa áður lýst því hvernig þeir hafi verið beittir ofbeldi og sætt ógnunum lögreglu undanfarnar vikur. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af framferði georgískra yfirvalda í garð mótmælendanna. #Georgia 🇬🇪 today:As the GD parliament has passed the Foreign Agents Law in a legal reading, students strike across the country. Riot police crack down on the protests, surrounding and beating protesters. pic.twitter.com/YFeLFoYfV9— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) May 13, 2024
Georgía Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09