Saka Casemiro um leti: „Hreyfðu fæturna á þér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2024 14:31 Casemiro vill eflaust gleyma síðustu leikjum sínum fyrir Manchester United sem fyrst. getty/Simon Stacpoole Tvær Manchester United-hetjur sökuðu Brasilíumanninn Casemiro um leti í leiknum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal vann leikinn á Old Trafford í gær, 0-1, og United hefur því tapað fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni, eitthvað sem hefur aldrei áður gerst. Leandro Trossard skoraði eina mark leiksins í gær. Casemiro leit illa út í markinu en hann sat eftir, langt fyrir aftan félaga sína í vörn United, og spilaði Kai Havertz, sem lagði upp markið, réttstæðan. „Þetta er letilegt. Hann er latur. Samherjar hans fóru fram og voru gripnir í bólinu. Hann verður að fara framar,“ sagði Wayne Rooney á Sky Sports í gær. „Hvort sem þú ert miðjumaður eða miðvörður verðurðu að stíga upp með liðinu. Ef ekki spilarðu andstæðinginn réttstæðan og verður refsað.“ Roy Keane tók í sama streng og Rooney og sagði að ekki væri hægt að nota Casemiro í vörninni. „Hann getur ekki spilað sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða veikleika sem þú ert með þá þjálfar þú ekki hraða. Það var líka smá leti að stíga upp sem leiddi til marksins,“ sagði Keane. „Við erum ekki að segja að Casemiro geti dekkað stórt svæði en þú verður að stíga upp. Hreyfðu fæturna á þér.“ Casemiro hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og ekki verið svipur að sjón frá því á síðasta tímabili. Hann var til að mynda ekki valinn í brasilíska landsliðið fyrir Copa América, Suður-Ameríkukeppnina, í sumar. United mætir Newcastle United og Brighton í síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Manchester-liðin, United og City, eigast svo við í bikarúrslitaleiknum 25. maí. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31 Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Arsenal vann leikinn á Old Trafford í gær, 0-1, og United hefur því tapað fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni, eitthvað sem hefur aldrei áður gerst. Leandro Trossard skoraði eina mark leiksins í gær. Casemiro leit illa út í markinu en hann sat eftir, langt fyrir aftan félaga sína í vörn United, og spilaði Kai Havertz, sem lagði upp markið, réttstæðan. „Þetta er letilegt. Hann er latur. Samherjar hans fóru fram og voru gripnir í bólinu. Hann verður að fara framar,“ sagði Wayne Rooney á Sky Sports í gær. „Hvort sem þú ert miðjumaður eða miðvörður verðurðu að stíga upp með liðinu. Ef ekki spilarðu andstæðinginn réttstæðan og verður refsað.“ Roy Keane tók í sama streng og Rooney og sagði að ekki væri hægt að nota Casemiro í vörninni. „Hann getur ekki spilað sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða veikleika sem þú ert með þá þjálfar þú ekki hraða. Það var líka smá leti að stíga upp sem leiddi til marksins,“ sagði Keane. „Við erum ekki að segja að Casemiro geti dekkað stórt svæði en þú verður að stíga upp. Hreyfðu fæturna á þér.“ Casemiro hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og ekki verið svipur að sjón frá því á síðasta tímabili. Hann var til að mynda ekki valinn í brasilíska landsliðið fyrir Copa América, Suður-Ameríkukeppnina, í sumar. United mætir Newcastle United og Brighton í síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Manchester-liðin, United og City, eigast svo við í bikarúrslitaleiknum 25. maí.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31 Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31
Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00