Saka Casemiro um leti: „Hreyfðu fæturna á þér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2024 14:31 Casemiro vill eflaust gleyma síðustu leikjum sínum fyrir Manchester United sem fyrst. getty/Simon Stacpoole Tvær Manchester United-hetjur sökuðu Brasilíumanninn Casemiro um leti í leiknum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal vann leikinn á Old Trafford í gær, 0-1, og United hefur því tapað fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni, eitthvað sem hefur aldrei áður gerst. Leandro Trossard skoraði eina mark leiksins í gær. Casemiro leit illa út í markinu en hann sat eftir, langt fyrir aftan félaga sína í vörn United, og spilaði Kai Havertz, sem lagði upp markið, réttstæðan. „Þetta er letilegt. Hann er latur. Samherjar hans fóru fram og voru gripnir í bólinu. Hann verður að fara framar,“ sagði Wayne Rooney á Sky Sports í gær. „Hvort sem þú ert miðjumaður eða miðvörður verðurðu að stíga upp með liðinu. Ef ekki spilarðu andstæðinginn réttstæðan og verður refsað.“ Roy Keane tók í sama streng og Rooney og sagði að ekki væri hægt að nota Casemiro í vörninni. „Hann getur ekki spilað sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða veikleika sem þú ert með þá þjálfar þú ekki hraða. Það var líka smá leti að stíga upp sem leiddi til marksins,“ sagði Keane. „Við erum ekki að segja að Casemiro geti dekkað stórt svæði en þú verður að stíga upp. Hreyfðu fæturna á þér.“ Casemiro hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og ekki verið svipur að sjón frá því á síðasta tímabili. Hann var til að mynda ekki valinn í brasilíska landsliðið fyrir Copa América, Suður-Ameríkukeppnina, í sumar. United mætir Newcastle United og Brighton í síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Manchester-liðin, United og City, eigast svo við í bikarúrslitaleiknum 25. maí. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31 Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Arsenal vann leikinn á Old Trafford í gær, 0-1, og United hefur því tapað fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni, eitthvað sem hefur aldrei áður gerst. Leandro Trossard skoraði eina mark leiksins í gær. Casemiro leit illa út í markinu en hann sat eftir, langt fyrir aftan félaga sína í vörn United, og spilaði Kai Havertz, sem lagði upp markið, réttstæðan. „Þetta er letilegt. Hann er latur. Samherjar hans fóru fram og voru gripnir í bólinu. Hann verður að fara framar,“ sagði Wayne Rooney á Sky Sports í gær. „Hvort sem þú ert miðjumaður eða miðvörður verðurðu að stíga upp með liðinu. Ef ekki spilarðu andstæðinginn réttstæðan og verður refsað.“ Roy Keane tók í sama streng og Rooney og sagði að ekki væri hægt að nota Casemiro í vörninni. „Hann getur ekki spilað sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða veikleika sem þú ert með þá þjálfar þú ekki hraða. Það var líka smá leti að stíga upp sem leiddi til marksins,“ sagði Keane. „Við erum ekki að segja að Casemiro geti dekkað stórt svæði en þú verður að stíga upp. Hreyfðu fæturna á þér.“ Casemiro hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og ekki verið svipur að sjón frá því á síðasta tímabili. Hann var til að mynda ekki valinn í brasilíska landsliðið fyrir Copa América, Suður-Ameríkukeppnina, í sumar. United mætir Newcastle United og Brighton í síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Manchester-liðin, United og City, eigast svo við í bikarúrslitaleiknum 25. maí.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31 Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31
Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00