Hellti sér yfir EBU að lokinni keppni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 22:41 Bambie hefur talað máli Palestínu í Malmö og var ósátt við framgöngu EBU í keppninni. Getty Bambie Thug, sem flutti framlag Írlands í Eurovision, sendi Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) kaldar kveðjur að lokinni keppni í gærkvöldi. Hán segir sambandið hafa brugðist. Bambie lagði fyrr í vikunni fram kvörtun til EBU vegna ummæla lýsanda keppninnar í Ísrael. Varaði hann sérstaklega við atriðinu, þar sem það innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Réttast væri að forða börnum frá sjónvarpsskjánum. Bambie hefur opinskátt talað máli Palestínu þegar ástandið á Gasa-svæðinu hefur verið til umræðu í kringum keppnina. Að loknu úrslitakvöldinu mætti hán á blaðamannafund og var greinilega tilbúið að tala opinskátt um það sem átti sér stað bakvið tjöldin í deilum við ýmsa aðila, sérstaklega EBU. „Nú þegar ég er frjáls, þá má ég tala um allt, er það ekki?“ spurði Bambie í upphafi fundarins. Bambie segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá EBU vegna kvörtunarinnar, sem hafi gert írska hópinn að skotmarki í umræðunni. „Sjónvarpsstöðin braut reglur og ég vona að þeim verði ekki leyft að keppa á næsta ári vegna þess. En bakvið tjöldin höfum við verið að leggja mikla pressu og mikla vinnu á okkur til að breyta hlutum og ég er svo stolt af Nemo fyrir að sigra. Ég er svo stolt af því að við erum öll í topp 10 sem höfum barist fyrir þessu, bakvið tjöldin. Þetta hefur verið mjög erfitt og ég er mjög stolt af okkur.“ Hán vandar EBU ekki kveðjurnar. „Ég vil bara segja að við erum Eurovision, EBU er ekki Eurovsion. Fari þau til fjandans. Mér er alveg sama á þessum tímapunkti.“ Eurovision Írland Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Bambie lagði fyrr í vikunni fram kvörtun til EBU vegna ummæla lýsanda keppninnar í Ísrael. Varaði hann sérstaklega við atriðinu, þar sem það innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Réttast væri að forða börnum frá sjónvarpsskjánum. Bambie hefur opinskátt talað máli Palestínu þegar ástandið á Gasa-svæðinu hefur verið til umræðu í kringum keppnina. Að loknu úrslitakvöldinu mætti hán á blaðamannafund og var greinilega tilbúið að tala opinskátt um það sem átti sér stað bakvið tjöldin í deilum við ýmsa aðila, sérstaklega EBU. „Nú þegar ég er frjáls, þá má ég tala um allt, er það ekki?“ spurði Bambie í upphafi fundarins. Bambie segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá EBU vegna kvörtunarinnar, sem hafi gert írska hópinn að skotmarki í umræðunni. „Sjónvarpsstöðin braut reglur og ég vona að þeim verði ekki leyft að keppa á næsta ári vegna þess. En bakvið tjöldin höfum við verið að leggja mikla pressu og mikla vinnu á okkur til að breyta hlutum og ég er svo stolt af Nemo fyrir að sigra. Ég er svo stolt af því að við erum öll í topp 10 sem höfum barist fyrir þessu, bakvið tjöldin. Þetta hefur verið mjög erfitt og ég er mjög stolt af okkur.“ Hán vandar EBU ekki kveðjurnar. „Ég vil bara segja að við erum Eurovision, EBU er ekki Eurovsion. Fari þau til fjandans. Mér er alveg sama á þessum tímapunkti.“
Eurovision Írland Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira