Hefja árásir nærri Karkív Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 14:50 Þetta er meðal þeirru fyrstu mynda sem birtar hafa verið af eftirmálum fyrstu árása Rússa í Karkív í morgun. Telegram Rússneskir hermenn gerðu í morgun atlögu að vörnum Úkraínumanna nærri Karkív, í norðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins eru að senda liðsauka á svæðið en segja að árásin hafi verið stöðvuð. Um nokkuð skeið hefur verið talið að Rússar ætli sér að gera atlögu að borginni. Forsvarsmenn Úkraínska hersins sögðu frá því dag að árásin í morgun hefði byrjað á stórskotaliðsárásum og loftárásum á varnarlínu Úkraínumanna. Í kjölfarið hafi rússneskir hermenn á bryn- og skriðdrekum reynt að brjóta sér leið í gengum varnirnar en sú sókn hafi verið stöðvuð. Minnst tveir óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum í morgun. Ríkisstjóri Karkívhéraðs sagði í morgun að rússneskir hermenn gerðu árásir í tiltölulega fámennum hópum og væru að leita að veikleikum á vörnum Úkraínumanna á svæðinu. Seinna í dag sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að harðir bardagar ættu sér nú stað á svæðinu norður af Karkív. Hann sagði Rússa hafa átt í undirbúningi fyrir umfangsmikla sókn í vor eða í sumar og að mögulega myndu fleiri rússneskir hermenn verða sendir til Karkív í kjölfarið, samkvæmt frétt Reuters. The aftermath: pic.twitter.com/pt7OJGjM6x— OSINTtechnical (@Osinttechnical) May 10, 2024 Heimildarmaður Reuters í úkraínska hernum segir Rússa hafa sótt um kílómetra inn í Úkraínu nærri bænum Vovchansk, en þar voru loft- og stórskotaliðsárásirnar gerðar í nótt og í morgun. Hann sagði talið að markmið Rússa væri að sækja fram um tíu kílómetra inn í Úkraínu til að mynda einhverskonar öryggissvæði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í mars að hann vildi mynda öryggissvæði inn í Karkív-héraði, vegna árása hópa rússneskra manna inn í Rússland. Karkív er næststærsta borg Úkraínu og myndi það reynast Rússum erfitt að hernema hana. Árásin felur þó í sér að Úkraínumenn, sem eiga við manneklu að etja, þurfa að dreifa enn frekar úr hersveitum sínum. Hermenn sem sitja fastir í skotgröfum við Karkív geta ekki aðstoðað við varnir Úkraínumanna í austurhluta landsins, þar sem helstu árásir Rússa eiga sér stað og þar sem Rússar hafa sótt hægt og rólega fram á undanförnum vikum. Reknir frá Karkív 2022 Snemma í innrás Rússa í Úkraínu lögðu þeir hald á stóran hluta Karkívhéraðs og sátu um höfuðborg héraðsins, sem er einungis í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Þeir voru þó reknir á brott frá mestöllu héraðinu síðar árið 2022. Rússar hafa verið að sækja í sig veðrið á undanförnu ári, samhliða manneklu hjá Úkraínumönnum og skorti á skotfærum. Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi hefur skipt Úkraínumenn miklu. Eftir að borgin Avdívka féll í hendur Rússa fyrr á þessu ári hafa rússneskir hermenn sótt hægt fram á nokkrum stöðum í austurhluta Úkraínu. Sóknir Rússa gefa til kynna að markmið þeirra sé að ná restinni af Dónetsk- og Lúhansk-héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Annars vegar hafa Rússar sótt fram vestur af Avdívka og hins vegar vestur af Bakmút. Helstu átakasvæðin í austurhluta landsins má sjá á meðfylgjandi kortum frá hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Geolocated footage published on May 9 shows that Russian forces have advanced in eastern Krasnohorivka (west of Donetsk City) along Tchaikovsky Street. https://t.co/kwdmu8MOWH pic.twitter.com/9WS5MKgN6R— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) May 10, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði. 10. maí 2024 13:48 Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. 8. maí 2024 11:36 Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Forsvarsmenn Úkraínska hersins sögðu frá því dag að árásin í morgun hefði byrjað á stórskotaliðsárásum og loftárásum á varnarlínu Úkraínumanna. Í kjölfarið hafi rússneskir hermenn á bryn- og skriðdrekum reynt að brjóta sér leið í gengum varnirnar en sú sókn hafi verið stöðvuð. Minnst tveir óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum í morgun. Ríkisstjóri Karkívhéraðs sagði í morgun að rússneskir hermenn gerðu árásir í tiltölulega fámennum hópum og væru að leita að veikleikum á vörnum Úkraínumanna á svæðinu. Seinna í dag sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að harðir bardagar ættu sér nú stað á svæðinu norður af Karkív. Hann sagði Rússa hafa átt í undirbúningi fyrir umfangsmikla sókn í vor eða í sumar og að mögulega myndu fleiri rússneskir hermenn verða sendir til Karkív í kjölfarið, samkvæmt frétt Reuters. The aftermath: pic.twitter.com/pt7OJGjM6x— OSINTtechnical (@Osinttechnical) May 10, 2024 Heimildarmaður Reuters í úkraínska hernum segir Rússa hafa sótt um kílómetra inn í Úkraínu nærri bænum Vovchansk, en þar voru loft- og stórskotaliðsárásirnar gerðar í nótt og í morgun. Hann sagði talið að markmið Rússa væri að sækja fram um tíu kílómetra inn í Úkraínu til að mynda einhverskonar öryggissvæði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í mars að hann vildi mynda öryggissvæði inn í Karkív-héraði, vegna árása hópa rússneskra manna inn í Rússland. Karkív er næststærsta borg Úkraínu og myndi það reynast Rússum erfitt að hernema hana. Árásin felur þó í sér að Úkraínumenn, sem eiga við manneklu að etja, þurfa að dreifa enn frekar úr hersveitum sínum. Hermenn sem sitja fastir í skotgröfum við Karkív geta ekki aðstoðað við varnir Úkraínumanna í austurhluta landsins, þar sem helstu árásir Rússa eiga sér stað og þar sem Rússar hafa sótt hægt og rólega fram á undanförnum vikum. Reknir frá Karkív 2022 Snemma í innrás Rússa í Úkraínu lögðu þeir hald á stóran hluta Karkívhéraðs og sátu um höfuðborg héraðsins, sem er einungis í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Þeir voru þó reknir á brott frá mestöllu héraðinu síðar árið 2022. Rússar hafa verið að sækja í sig veðrið á undanförnu ári, samhliða manneklu hjá Úkraínumönnum og skorti á skotfærum. Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi hefur skipt Úkraínumenn miklu. Eftir að borgin Avdívka féll í hendur Rússa fyrr á þessu ári hafa rússneskir hermenn sótt hægt fram á nokkrum stöðum í austurhluta Úkraínu. Sóknir Rússa gefa til kynna að markmið þeirra sé að ná restinni af Dónetsk- og Lúhansk-héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Annars vegar hafa Rússar sótt fram vestur af Avdívka og hins vegar vestur af Bakmút. Helstu átakasvæðin í austurhluta landsins má sjá á meðfylgjandi kortum frá hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Geolocated footage published on May 9 shows that Russian forces have advanced in eastern Krasnohorivka (west of Donetsk City) along Tchaikovsky Street. https://t.co/kwdmu8MOWH pic.twitter.com/9WS5MKgN6R— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) May 10, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði. 10. maí 2024 13:48 Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. 8. maí 2024 11:36 Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði. 10. maí 2024 13:48
Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. 8. maí 2024 11:36
Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57