Í færslu sem birt var á samfélagsmiðlum Selenskís í dag þakkar forsetinn Bjarna fyrir að ætla að mæta á ráðstefnuna og fyrir það að ætla að nota persónuleg tengsl sín í Afríku til að hvetja þjóðarleiðtoga þar til að sækja ráðstefnuna einnig.
Selenskí segir einnig að hann hafi rætt við Bjarna um aðra ráðstefnu sem halda eigi í norðanverðri Evrópu og um viðræður fyrir undirritun öryggissamkomulags milli Úkraínu og Íslands.
Þá segir Selenskí að Úkraínumenn séu þakklátir Íslendingu fyrir forystu þeirra í að hreinsa á brott jarðsprengjur í Úkraínu og fyrir aðstoð í orkumálum, sérstaklega í ljósti linnulausra árása Rússa á orkuinnviði landsins.
I had my first call with Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to congratulate him on his appointment and invite him to the Peace Summit in Switzerland. I am grateful to Prime Minister Benediktsson for confirming his attendance and willingness to use his personal contacts in… pic.twitter.com/OWs2QH7VSR
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 10, 2024
I was pleased to confirm to President @ZelenskyyUa my commitment to attend the Peace Summit in Switzerland in June. I look forward to meeting soon to sign our biltateral agreement on security cooperation and long-term support. A just peace for Ukraine is our priority. https://t.co/nxTW4xJ2HA
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) May 10, 2024