Í samningurinn kemur fram að Sullivan muni fara til Manchester City þegar hann verður orðinn átján ára.
Philadelphia félagið mátti ekki segja nánar frá skilyrðum samningsins en forráðamenn staðfestu við ESPN að þessi City klásúla ætti þátt í að hann skrifaði undir hjá félaginu.
🚨🇺🇸 American 14-year-old wonderkid Cavan Sullivan signs largest Homegrown deal in MLS history with Philadelphia Union.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 9, 2024
🔐🔵 Understand it’s all agreed and also signed for Sullivan to join Manchester City in 2027.
Huge signing again for #MCFC Academy despite many clubs bidding. pic.twitter.com/ss8cOyzeKx
Eldri bróðir hans, hinn tvítugi Quinn Sullivan, hefur verið leikmaður Philadelphia Union frá árinu 2021.
„Ég vildi alltaf byrja ferilinn minn hér af því að þetta er mitt heimili og ég hef alltaf verið á hliðarlínunni á leikjum Quinn. Ég hef verið lengi í kringum félagið og það veitti mér innblástur og ósk um að geta spilað fyrir framan þessa stuðningsmenn,“ sagði Cavan Sullivan við ESPN.
„Það að Union og City voru til í þetta samstarf réði úrslitum fyrir mig. Ég horfi alltaf á leiki Manchester City. Þetta er draumaklúbbur allra krakka. Ég settist niður með fjölskyldu minni og umboðsmanni og við ákváðum að þetta væri besta planið,“ sagði Sullivan.
Sullivan er sá fimmti yngsti til að skrifa undir samning við MLS-lið. Ef hann spilar sinn fyrsta leik fyrir 29. júlí þá bætir hann met Freddy Adu sem yngri leikmaðurinn í sögu bandarísku deildarinnar.
Sky is the limit for 14-year-old Cavan Sullivan. 🚀 pic.twitter.com/nlDoF1ZYmU
— Major League Soccer (@MLS) May 9, 2024