Að leysa vandann með quick fix Guðbrandur Einarsson skrifar 9. maí 2024 07:01 Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Raunvextir á sumum þessara lánaforma eru því orðnir 11%. Lágvaxtalandið Ísland Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 0,75% í mars 2021 var verðbólga yfir 4%. Þetta kom sér vel fyrir suma flokka í aðdraganda síðustu kosninga sem keyrðu sína kosningabaráttu undir kjörorðinu lágvaxtalandið Ísland. Þegar maður spyr um ástæðu þess að raunvextir hafi verið gerðir neikvæðir þá hefur svarið verið alltaf verið á þann veg að það þurfti að sprauta lífi í íslenskt atvinnulíf. Niðurstaðan af því varð hins vegar sú, eins og hjá fíklinum sem þurfti quick fix, að allt fór í bál og brand. Það er svo ríkt í okkur að leysa allt með quick fixi. Nú þurfa raunvextir hins vegar að vera háir – og svo háir að enginn getur hreyft sig og hengingarólin herðist áfram um háls þeirra sem skulda. Öfug kaupmáttaraukning kjarasamninga Síðustu kjarasamningar voru undirritaðir með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það gefur augaleið að það að semja um 3,5% hækkun launa í 6% verðbólgu og vöxtum upp á 11-12% þýðir í raun kaupmáttarrýrnun hjá öllum þeim sem fengu þessa almennu hækkun. Fjármálastofnanir eru farnar að spá því að verðbólga haldist óbreytt út árið og því er enginn hvati fyrir Seðlabankann að lækka vexti á næstunni, enda hefur Seðlabankinn það eina markmið að koma verðbólgunni niður í 2,5% markmiðið. Niðurstaðan alltaf sú sama Ríkisstjórnin hefur réttlætt mikla verðbólgu með miklum hagvexti. Gott og vel. Nú hefur það hins vegar snúist við og spáð er litlum hagvexti. Samt er verðbólgan of há til að hægt sé að hreyfa við stýrivöxtum. Áfram búum við hér á Íslandi við mikla verðbólgu meðan í Danmörku er hún komin niður fyrir 1%. En við höldum samt áfram og vonumst eftir annarri niðurstöðu næst án þess að skoða þá undirliggjandi þætti sem valda þessum óstöðugleika á Íslandi. Við þurfum viðhorfsbreytingu og þurfum að viðurkenna að kerfisbreytinga er þörf hér á landi.Annars höldum við bara áfram rétt eins og fíkillinn að kaupa okkur quick fix og við ættum að vita svo vel hvernig það endar. Við höfum gert það svo oft. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Raunvextir á sumum þessara lánaforma eru því orðnir 11%. Lágvaxtalandið Ísland Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 0,75% í mars 2021 var verðbólga yfir 4%. Þetta kom sér vel fyrir suma flokka í aðdraganda síðustu kosninga sem keyrðu sína kosningabaráttu undir kjörorðinu lágvaxtalandið Ísland. Þegar maður spyr um ástæðu þess að raunvextir hafi verið gerðir neikvæðir þá hefur svarið verið alltaf verið á þann veg að það þurfti að sprauta lífi í íslenskt atvinnulíf. Niðurstaðan af því varð hins vegar sú, eins og hjá fíklinum sem þurfti quick fix, að allt fór í bál og brand. Það er svo ríkt í okkur að leysa allt með quick fixi. Nú þurfa raunvextir hins vegar að vera háir – og svo háir að enginn getur hreyft sig og hengingarólin herðist áfram um háls þeirra sem skulda. Öfug kaupmáttaraukning kjarasamninga Síðustu kjarasamningar voru undirritaðir með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það gefur augaleið að það að semja um 3,5% hækkun launa í 6% verðbólgu og vöxtum upp á 11-12% þýðir í raun kaupmáttarrýrnun hjá öllum þeim sem fengu þessa almennu hækkun. Fjármálastofnanir eru farnar að spá því að verðbólga haldist óbreytt út árið og því er enginn hvati fyrir Seðlabankann að lækka vexti á næstunni, enda hefur Seðlabankinn það eina markmið að koma verðbólgunni niður í 2,5% markmiðið. Niðurstaðan alltaf sú sama Ríkisstjórnin hefur réttlætt mikla verðbólgu með miklum hagvexti. Gott og vel. Nú hefur það hins vegar snúist við og spáð er litlum hagvexti. Samt er verðbólgan of há til að hægt sé að hreyfa við stýrivöxtum. Áfram búum við hér á Íslandi við mikla verðbólgu meðan í Danmörku er hún komin niður fyrir 1%. En við höldum samt áfram og vonumst eftir annarri niðurstöðu næst án þess að skoða þá undirliggjandi þætti sem valda þessum óstöðugleika á Íslandi. Við þurfum viðhorfsbreytingu og þurfum að viðurkenna að kerfisbreytinga er þörf hér á landi.Annars höldum við bara áfram rétt eins og fíkillinn að kaupa okkur quick fix og við ættum að vita svo vel hvernig það endar. Við höfum gert það svo oft. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun