Lengri lokun þar sem kerfið hefur „hangið á bláþræði“ Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2024 14:10 Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokum, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. Seltjarnarnes Árleg vorlokun Seltjarnarneslaugar verður lengri í ár en síðustu ár. Skipta þarf um stýrikerfi sem forstöðumaður laugarinnar segir að hafi „hangið á bláþræði“ í of langan tíma. Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur. Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur.
Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00