Lengri lokun þar sem kerfið hefur „hangið á bláþræði“ Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2024 14:10 Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokum, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. Seltjarnarnes Árleg vorlokun Seltjarnarneslaugar verður lengri í ár en síðustu ár. Skipta þarf um stýrikerfi sem forstöðumaður laugarinnar segir að hafi „hangið á bláþræði“ í of langan tíma. Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur. Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur.
Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00