Rannsaka hvort Tesla hafi blekkt neytendur og fjárfesta Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 14:14 Hundruð slysa, þar á meðal banaslysa, þar sem Teslur á sjálfstýringu komu við sögu eru til rannsóknar vestanhafs. Vísir/EPA Bandarískir saksóknarar rannsaka nú hvort að rafbílaframleiðandinn Tesla kunni að hafa gerst sekur um svik með því að blekkja bæði neytendur og fjárfesta um sjálfstýribúnað bílanna. Fyrirtækið og eigandi þess hafa haldið því fram að bílarnir geti ekið sér sjálfir. Sakamálarannsókn á fullyrðingum Tesla og Elons Musk, eiganda fyrirtækisins, hófst í október árið 2022. Bandarískar eftirlitsstofnanir rannsaka ennfremur hundruð slysa, þar á meðal banaslysa, sem Teslur með sjálfstýringu í gangi hafa lent í. Framleiðandinn hefur þurft að innkalla fjölda bíla vegna sjálfstýringarinnar. Nú segir Reuters-fréttastofan að rannsókn saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist að því hvort að Tesla hafi gerst sekt um fjársvik með því að veita neytendum misvísandi upplýsingar um sjálfstýribúnaðinn og verðbréfasvik með því að blekkja fjárfesta. Enn liggi þó ekkert fyrir um hvort að ákæra verði gefin út. Sjálfstýring Tesla hjálpar ökumanni við að stýra, bremsa og skipta um akrein en er ekki að fullu sjálfvirk. Athygli saksóknara beinist aftur að móti að ýmsum fullyrðingum Musk og fyrirtækisins þar sem gefið hefur verið í skyn að bílarnir geti ekið sér sjálfir. „Manneskjan í ökumannssætinu er bara þar af lagalegum ástæðum. Hann gerir ekki neitt. Bíllinn keyrir sig sjálfur,“ var fullyrt í myndbandi á vefsíðu Tesla. Musk sjálfur fullyrti að bílarnir ækju sér sjálfir án aðkomu mannshandarinnar í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Verkfræðingur sem vann fyrir Tesla sagði í skýrslutökum fyrir málsókn sem tengdist banaslysi árið 2022 að myndböndunum hafi verið ætlað að lýsa því hvernig tæknin yrði í framtíðinni og endurspegluðu ekki þáverandi getu sjálfstýringarinnar. Reuters segir að til þess að ákæra Tesla fyrir svik þurfi saksóknarar að sýna fram á að fyrirtækið hafi farið vísvitandi með ósannindi sem hafi valdið neytendum og fjárfestum skaða. Bandarískir dómstólar hafi áður úrskurðað að ýkjur fyrirtækja í auglýsingum teljist ekki svik. Tesla Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. 13. desember 2023 23:59 Vilja að Tesla hætti að kalla bíla sína sjálfstýrða Yfirvöld bifreiða og samgangna í Þýskalandi telja að ökumenn gæti misskilið hvað í raun og veru felist í sjálfstýringu. 17. október 2016 20:55 Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. 20. febrúar 2023 08:47 Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Sakamálarannsókn á fullyrðingum Tesla og Elons Musk, eiganda fyrirtækisins, hófst í október árið 2022. Bandarískar eftirlitsstofnanir rannsaka ennfremur hundruð slysa, þar á meðal banaslysa, sem Teslur með sjálfstýringu í gangi hafa lent í. Framleiðandinn hefur þurft að innkalla fjölda bíla vegna sjálfstýringarinnar. Nú segir Reuters-fréttastofan að rannsókn saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist að því hvort að Tesla hafi gerst sekt um fjársvik með því að veita neytendum misvísandi upplýsingar um sjálfstýribúnaðinn og verðbréfasvik með því að blekkja fjárfesta. Enn liggi þó ekkert fyrir um hvort að ákæra verði gefin út. Sjálfstýring Tesla hjálpar ökumanni við að stýra, bremsa og skipta um akrein en er ekki að fullu sjálfvirk. Athygli saksóknara beinist aftur að móti að ýmsum fullyrðingum Musk og fyrirtækisins þar sem gefið hefur verið í skyn að bílarnir geti ekið sér sjálfir. „Manneskjan í ökumannssætinu er bara þar af lagalegum ástæðum. Hann gerir ekki neitt. Bíllinn keyrir sig sjálfur,“ var fullyrt í myndbandi á vefsíðu Tesla. Musk sjálfur fullyrti að bílarnir ækju sér sjálfir án aðkomu mannshandarinnar í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Verkfræðingur sem vann fyrir Tesla sagði í skýrslutökum fyrir málsókn sem tengdist banaslysi árið 2022 að myndböndunum hafi verið ætlað að lýsa því hvernig tæknin yrði í framtíðinni og endurspegluðu ekki þáverandi getu sjálfstýringarinnar. Reuters segir að til þess að ákæra Tesla fyrir svik þurfi saksóknarar að sýna fram á að fyrirtækið hafi farið vísvitandi með ósannindi sem hafi valdið neytendum og fjárfestum skaða. Bandarískir dómstólar hafi áður úrskurðað að ýkjur fyrirtækja í auglýsingum teljist ekki svik.
Tesla Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. 13. desember 2023 23:59 Vilja að Tesla hætti að kalla bíla sína sjálfstýrða Yfirvöld bifreiða og samgangna í Þýskalandi telja að ökumenn gæti misskilið hvað í raun og veru felist í sjálfstýringu. 17. október 2016 20:55 Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. 20. febrúar 2023 08:47 Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. 13. desember 2023 23:59
Vilja að Tesla hætti að kalla bíla sína sjálfstýrða Yfirvöld bifreiða og samgangna í Þýskalandi telja að ökumenn gæti misskilið hvað í raun og veru felist í sjálfstýringu. 17. október 2016 20:55
Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. 20. febrúar 2023 08:47
Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent