Öllum aðgerðum aflýst og flugfarþegar geta andað léttar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. maí 2024 22:00 Ekkert verður af verkfallsaðgerðunum sem boðaðar voru á keflavíkurflugvelli Vísir/Vilhelm Samningar voru undirritaðir milli SA fyrir hönd ISAVIA ohf. og samninganefnda starfsmanna Sameykis og FFR rétt í þessu og verkföllum sem boðuð höfðu verið á Keflavíkurflugvelli aflýst. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir gott að menn hafi náð saman. Hann segir að menn séu yfirleitt ekki hoppandi kátir að loknum kjaraviðræðum, en hann voni að allir séu hæfilega fúlir. Samningarnir verða svo kynntir fyrir félagsmönnum Sameykis og FFR sem síðan greiða um þá atkvæði. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir að vel hafi gengið að ná jafnvægi milli félaga, sem þau hafi verið að horfa til. Félögin séu heilt yfir nokkuð ánægð með afraksturinn, „þó maður sé að sjálfsögðu aldrei fyllilega ánægður þegar maður skrifar undir kjarasamninga.“ Dagurinn í dag hafi verið hörkuvinnudagur, og það hafi ýmislegt jákvætt gerst. Aldrei nái maður þó öllum sínum markmiðum fram. Atkvæðagreiðslu félagsmanna um samninginn lýkur í kringum 20. maí Þórarinn segir að félögin treysti sér vel til að fara með samninginn til félagsmanna, en nú verði farið í kynningarferli þar sem samningurinn verður kynntur fyrir þeim. Svo verði farið í atkvæðagreiðslu rétt fyrir 20. maí sem ljúki á bilinu 23. til 24. maí. Þórarinn ætlar að leyfa sér að vera bjartsýnn á það að samningurinn verði samþykktur, þó það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um það. Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaraviðræður 2023-24 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum áður en aðgerðir skella á Samninganefndir starsfmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli hafa setið á fundum með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. 7. maí 2024 18:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir gott að menn hafi náð saman. Hann segir að menn séu yfirleitt ekki hoppandi kátir að loknum kjaraviðræðum, en hann voni að allir séu hæfilega fúlir. Samningarnir verða svo kynntir fyrir félagsmönnum Sameykis og FFR sem síðan greiða um þá atkvæði. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir að vel hafi gengið að ná jafnvægi milli félaga, sem þau hafi verið að horfa til. Félögin séu heilt yfir nokkuð ánægð með afraksturinn, „þó maður sé að sjálfsögðu aldrei fyllilega ánægður þegar maður skrifar undir kjarasamninga.“ Dagurinn í dag hafi verið hörkuvinnudagur, og það hafi ýmislegt jákvætt gerst. Aldrei nái maður þó öllum sínum markmiðum fram. Atkvæðagreiðslu félagsmanna um samninginn lýkur í kringum 20. maí Þórarinn segir að félögin treysti sér vel til að fara með samninginn til félagsmanna, en nú verði farið í kynningarferli þar sem samningurinn verður kynntur fyrir þeim. Svo verði farið í atkvæðagreiðslu rétt fyrir 20. maí sem ljúki á bilinu 23. til 24. maí. Þórarinn ætlar að leyfa sér að vera bjartsýnn á það að samningurinn verði samþykktur, þó það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um það.
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaraviðræður 2023-24 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum áður en aðgerðir skella á Samninganefndir starsfmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli hafa setið á fundum með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. 7. maí 2024 18:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Reynt til þrautar að ná samningum áður en aðgerðir skella á Samninganefndir starsfmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli hafa setið á fundum með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. 7. maí 2024 18:31