Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 11:50 Óli Palli ásamt þeim Siggu Lund og Sigvalda Kaldalóns í Bylgjulestinni fyrir nokkrum árum. Hann ætlar ekki að horfa á Eurovision í kvöld. vísir/hulda margrét Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. Einhver grjótharðasti RÚV-ari sem um getur, Óli Palli, ætlar ekki að horfa heldur fylgjast með samstöðutónleikum sem verða í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. „Við foreldrar og skólinn kennum börnunum okkar að allir eigi að fá að vera með í leik og engan eigi að skilja útundan. Það er bannað að meiða og segja ljótt og einelti er ekki í boði. Á sama tíma mætum við og tökum þátt í söngvakeppni með mesta og hræðilegasta hrekkjusvíninu – ekki bara í bekknum eða skólanum – heldur í öllum heiminum.“ Svo hefst pistill Ólafs Páls Gunnarssonar, Óla Palla útvarpsmanns á Rás 2, en hann hefur horft á Eurovison með báðum augum og hlustað með báðum eyrum í næstum hálfa öld. En hann mun ekki fylgjast með Eurovison á neinn hátt í ár. Óli Palli segir að hrekkjusvínið sem hann nefndi sé ekki í því að skilja út undan eða leggja í einelti, það sé hreinlega að drepa börn í þúsundavís með sprengjum. „Hrekkjusvínið er búið að smala fórnarlömbum sínum út í horn og er svo að gera sig klárt í blóðbað og barna og þjóðarmorð.“ Skilaboðin frá okkur fullorðna fólkinu séu því þessi eða ef hrekkjusvínið er mjög stórt og sterkt þá er bara best að leyfa því að gera það sem það vill og kýs – annars gætum við sjálf lent í vandræðum. Óli Palli vitnar í Gísla Martein Baldursson kollega sinn á RÚV sem sagði að Eurovision snerist um stemmningu og gleði. En hann finndi fyrir hvorugu. Óli Palli leyfir sér að taka undir þau orð: „Það eru samstöðutónleikar í Háskólabíó í kvöld fyrir börnin og fólkið á Gaza sem ég ætla að fylgjast með í kvöld og styrkja.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Sjá meira
Einhver grjótharðasti RÚV-ari sem um getur, Óli Palli, ætlar ekki að horfa heldur fylgjast með samstöðutónleikum sem verða í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. „Við foreldrar og skólinn kennum börnunum okkar að allir eigi að fá að vera með í leik og engan eigi að skilja útundan. Það er bannað að meiða og segja ljótt og einelti er ekki í boði. Á sama tíma mætum við og tökum þátt í söngvakeppni með mesta og hræðilegasta hrekkjusvíninu – ekki bara í bekknum eða skólanum – heldur í öllum heiminum.“ Svo hefst pistill Ólafs Páls Gunnarssonar, Óla Palla útvarpsmanns á Rás 2, en hann hefur horft á Eurovison með báðum augum og hlustað með báðum eyrum í næstum hálfa öld. En hann mun ekki fylgjast með Eurovison á neinn hátt í ár. Óli Palli segir að hrekkjusvínið sem hann nefndi sé ekki í því að skilja út undan eða leggja í einelti, það sé hreinlega að drepa börn í þúsundavís með sprengjum. „Hrekkjusvínið er búið að smala fórnarlömbum sínum út í horn og er svo að gera sig klárt í blóðbað og barna og þjóðarmorð.“ Skilaboðin frá okkur fullorðna fólkinu séu því þessi eða ef hrekkjusvínið er mjög stórt og sterkt þá er bara best að leyfa því að gera það sem það vill og kýs – annars gætum við sjálf lent í vandræðum. Óli Palli vitnar í Gísla Martein Baldursson kollega sinn á RÚV sem sagði að Eurovision snerist um stemmningu og gleði. En hann finndi fyrir hvorugu. Óli Palli leyfir sér að taka undir þau orð: „Það eru samstöðutónleikar í Háskólabíó í kvöld fyrir börnin og fólkið á Gaza sem ég ætla að fylgjast með í kvöld og styrkja.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Sjá meira