„Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. maí 2024 21:08 Hildur Björnsdóttir segir segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi á morgun um að óháð úttekt verði gerð á samningum borgarinnar við olíufélögin. Vísir/Vilhelm Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. Þátturinn var sýndur í kvöld í Kastljósi en töluvert hefur verið fjallað um þáttinn sem upprunalega átti að sýna í fréttaskýringaþættinum Kveik. Í þættinum er rætt við Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra og núverandi formanna borgarráðs, auk þess sem rætt er við fyrrverandi og núverandi borgarfulltrúa sem hafa komið að þessi samningum og máli. Sanna Magdalena Mörtudóttir fulltrúi Sósíalistaflokksins segir í þættinum, til dæmis, það aldrei hafa komið fram í neinum gögnum sem minnihlutinn fékk um málið að olíufélögin væru að fá byggingarrétt sem þau ættu svo að geta grætt á. Þá lýsir hún því, auk fleiri fulltrúa úr minnihlutanum, að þau hafi aðeins fengið að skoða téða samninga á skjá fartölvu í lokuðu herbergi. Þau hafi ekki mátt vera með síma inn í herberginu eða tölvu. „Það var enginn að verja eigur Reykjavíkur í þessari samninganefnd,“ sagði Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins í þættinum og átti þá við samninganefnd sem samdi við olíufélögin um að breyta bensínstöðvunum í byggð. „Sú staðreynd að þáverandi borgarstjóri hafi gengið glaðhlakkalegur inn á samningafundi með olíufélögunum, og afhent þeim byggingarheimildir á verðmætum lóðum í borginni, án þess að þiggja krónu fyrir, er auðvitað ótrúlegur slóðaskapur. Þetta er dæmigert fúsk og hér skorti alla fagmennsku,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í tilkynningu. Þverpólitísk sátt Hún segir þverpólitíska sátt hafa náðst vorið 2019, um helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu. Fádæma fjöldi slíkra stöðva væri í Reykjavík og að víða mætti fremur skipuleggja íbúðarhúsnæði á lóðunum. „Við studdum þetta markmið og töldum auðvitað eðlilegt að í framhaldinu færi fram gott og uppbyggilegt samtal við olíufélögin um það markmið sem að var stefnt. Þegar við hins vegar komumst á snoðir um innihald samninganna tveimur árum síðar, kom í ljós að olíufélögunum voru færðar ríflegar byggingarheimildir á lóðunum án endurgjalds. Þessir samningar voru borginni vægast sagt óhagfelldir og full ástæða til að fara ofan í saumana á þessu máli“, segir Hildur. Hildur segir að í þætti kvöldsins hafi komið fram nýtt verðmat sem sýni að borgin hafi orðið af minnst 10 milljörðum í umræddum samningum. „Mér er verulega brugðið eftir umfjöllun Kastljóss um málið í kvöld en þar kemur fram að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna eru töluvert hærri en áður var talið“, segir Hildur. Hún segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla á morgun, á borgarstjórnarfundi, að leggja fram tillögu þess efnis að samningunum verði vísað til úttektar óháðra aðila. „Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum og verður varla aftur tekið. Það þarf vart að nefna öll verkefnin sem hefði mátt ráðast í fyrir þessa fjármuni. Uppbyggingu nýrra leikskóla, endurnýjun skólahúsnæðis, aðstöðumál íþróttafélaga eða hreinlega niðurgreiðsla skulda. Nú þarf að velta við hverjum steini, kanna heildstætt hvernig staðið er að lóðamálum borgarinnar og gæta þess að málið endurtaki sig ekki,“ segir Hildur að lokum. Bensín og olía Ríkisútvarpið Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Svona gæti bensínstöðvarreiturinn við Ægisíðu litið út Þrjár tillögur hafa nú verið kynntar sem koma til greina um þróun lóðar við Ægisíðu 102 í Reykjavík, gamla bensínstöðvarreitnum. Þrjár arkitektastofur voru valdar til þátttöku. Það eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar. 3. maí 2024 12:33 Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Þátturinn var sýndur í kvöld í Kastljósi en töluvert hefur verið fjallað um þáttinn sem upprunalega átti að sýna í fréttaskýringaþættinum Kveik. Í þættinum er rætt við Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra og núverandi formanna borgarráðs, auk þess sem rætt er við fyrrverandi og núverandi borgarfulltrúa sem hafa komið að þessi samningum og máli. Sanna Magdalena Mörtudóttir fulltrúi Sósíalistaflokksins segir í þættinum, til dæmis, það aldrei hafa komið fram í neinum gögnum sem minnihlutinn fékk um málið að olíufélögin væru að fá byggingarrétt sem þau ættu svo að geta grætt á. Þá lýsir hún því, auk fleiri fulltrúa úr minnihlutanum, að þau hafi aðeins fengið að skoða téða samninga á skjá fartölvu í lokuðu herbergi. Þau hafi ekki mátt vera með síma inn í herberginu eða tölvu. „Það var enginn að verja eigur Reykjavíkur í þessari samninganefnd,“ sagði Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins í þættinum og átti þá við samninganefnd sem samdi við olíufélögin um að breyta bensínstöðvunum í byggð. „Sú staðreynd að þáverandi borgarstjóri hafi gengið glaðhlakkalegur inn á samningafundi með olíufélögunum, og afhent þeim byggingarheimildir á verðmætum lóðum í borginni, án þess að þiggja krónu fyrir, er auðvitað ótrúlegur slóðaskapur. Þetta er dæmigert fúsk og hér skorti alla fagmennsku,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í tilkynningu. Þverpólitísk sátt Hún segir þverpólitíska sátt hafa náðst vorið 2019, um helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu. Fádæma fjöldi slíkra stöðva væri í Reykjavík og að víða mætti fremur skipuleggja íbúðarhúsnæði á lóðunum. „Við studdum þetta markmið og töldum auðvitað eðlilegt að í framhaldinu færi fram gott og uppbyggilegt samtal við olíufélögin um það markmið sem að var stefnt. Þegar við hins vegar komumst á snoðir um innihald samninganna tveimur árum síðar, kom í ljós að olíufélögunum voru færðar ríflegar byggingarheimildir á lóðunum án endurgjalds. Þessir samningar voru borginni vægast sagt óhagfelldir og full ástæða til að fara ofan í saumana á þessu máli“, segir Hildur. Hildur segir að í þætti kvöldsins hafi komið fram nýtt verðmat sem sýni að borgin hafi orðið af minnst 10 milljörðum í umræddum samningum. „Mér er verulega brugðið eftir umfjöllun Kastljóss um málið í kvöld en þar kemur fram að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna eru töluvert hærri en áður var talið“, segir Hildur. Hún segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla á morgun, á borgarstjórnarfundi, að leggja fram tillögu þess efnis að samningunum verði vísað til úttektar óháðra aðila. „Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum og verður varla aftur tekið. Það þarf vart að nefna öll verkefnin sem hefði mátt ráðast í fyrir þessa fjármuni. Uppbyggingu nýrra leikskóla, endurnýjun skólahúsnæðis, aðstöðumál íþróttafélaga eða hreinlega niðurgreiðsla skulda. Nú þarf að velta við hverjum steini, kanna heildstætt hvernig staðið er að lóðamálum borgarinnar og gæta þess að málið endurtaki sig ekki,“ segir Hildur að lokum.
Bensín og olía Ríkisútvarpið Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Svona gæti bensínstöðvarreiturinn við Ægisíðu litið út Þrjár tillögur hafa nú verið kynntar sem koma til greina um þróun lóðar við Ægisíðu 102 í Reykjavík, gamla bensínstöðvarreitnum. Þrjár arkitektastofur voru valdar til þátttöku. Það eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar. 3. maí 2024 12:33 Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36
Svona gæti bensínstöðvarreiturinn við Ægisíðu litið út Þrjár tillögur hafa nú verið kynntar sem koma til greina um þróun lóðar við Ægisíðu 102 í Reykjavík, gamla bensínstöðvarreitnum. Þrjár arkitektastofur voru valdar til þátttöku. Það eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar. 3. maí 2024 12:33
Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53