Sport

Dag­skráin í dag: Hvort fer PSG eða Dort­mund í úr­slit Meistara­deildarinnar?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kylian Mbappé og félagar þurfa að vinna með tveggja marka mun til að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eða þá treysta á vítaspyrnukeppni.
Kylian Mbappé og félagar þurfa að vinna með tveggja marka mun til að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eða þá treysta á vítaspyrnukeppni. Franco Arland/Getty Images

Í kvöld kemur í ljós hvort París Saint-Germain eða Borussia Dortmund komist í úrslit Meistaradeildar karla í knattspyrnu. Það er meðal þess sem er á dagskrá rása Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 er viðureign Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta á dagskrá. Staðan í einvíginu er 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

Að leik loknum – klukkan 21.10 – er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir leik PSG og Bortussia Dortmund.

Vodafone Sport

Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir stórleik kvöldsins á Parc des Princes-vellinum í París. Klukkan 19.00 hefst svo leikur PSG og Dortmund. Staðan í einvíginu er 1-0 Dortmund í vil.

Klukkan 23.00 er leikur Red Sox og Braves í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×