Þjálfari Luka og Kyrie framlengir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 20:16 Jason Kidd og Luka Dončić. on Jenkins/Getty Images Jason Kidd hefur skrifað undir margra ára framlengingu á samningi sínum við NBA-liðið Dallas Mavericks. Lærisveinar Kidd mæta Oklahoma City Thunder í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturhluta deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Hinn 51 árs gamli Kidd spilaði með Dallas frá 1994 til 1996 og aftur frá 2008 til 2012. Þá spilaði hann með Phoenix Suns, New Jersey Nets og New York Knicks á ferli sínum sem spannaði frá 1994 til 2013. Eftir að skórnir fóru upp í hillu sneri hann sér strax að þjálfun. Tímabilið 2013-14 stýrði hann Brooklyn Nets. Frá 2014 til 2018 var hann þjálfari Milwaukee Bucks og frá 2019 til 2021 var hann aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers. Hann tók svo við Dallas Mavericks 2021 og er þar enn. Samningur hans átti að renna út eftir næstu leiktíð en nú hefur The Athletic greint frá því að hann hafi skrifað undir „margra ára framlengingu.“ Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Jason Kidd had been “hopeful” he would receive an extension, The Athletic’s @sam_amick reported in late March.Now, he has it.https://t.co/wfogb4mE04— The Athletic (@TheAthletic) May 6, 2024 Undir stjórn Kidd komst Dallas í úrslit Vesturhluta NBA-deildarinnar vorið 2022 þar sem liðið mátti þola tap gegn verðandi meisturum í Golden State Warriors. Síðasta leiktíð var hörmung frá byrjun til enda og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Það gerði liðið hins vegar í ár og er nú komið í undanúrslit eftir að leggja Los Angeles Clippers að velli í sex leikjum. „Starf mitt er að gera þessa ungu menn betri, innan vallar sem utan. Ég tel mig hafa gert það. Í því felst vinnan mín. Þú sérð að liðið mitt fríkar ekki út þegar það tapar einum leik,“ sagði Kidd eftir æfingu Dallas á sunnudaginn var. Tvær skærustu stjörnur Dallas eru tvær af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar; Luka Dončić og Kyrie Irving. Þeir þurfa að standa sig á báðum endum vallarins ætli Dallas sér í gegnum OKC sem stóð uppi sem sigurvegari Vesturdeildar NBA. Körfubolti NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Kidd spilaði með Dallas frá 1994 til 1996 og aftur frá 2008 til 2012. Þá spilaði hann með Phoenix Suns, New Jersey Nets og New York Knicks á ferli sínum sem spannaði frá 1994 til 2013. Eftir að skórnir fóru upp í hillu sneri hann sér strax að þjálfun. Tímabilið 2013-14 stýrði hann Brooklyn Nets. Frá 2014 til 2018 var hann þjálfari Milwaukee Bucks og frá 2019 til 2021 var hann aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers. Hann tók svo við Dallas Mavericks 2021 og er þar enn. Samningur hans átti að renna út eftir næstu leiktíð en nú hefur The Athletic greint frá því að hann hafi skrifað undir „margra ára framlengingu.“ Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Jason Kidd had been “hopeful” he would receive an extension, The Athletic’s @sam_amick reported in late March.Now, he has it.https://t.co/wfogb4mE04— The Athletic (@TheAthletic) May 6, 2024 Undir stjórn Kidd komst Dallas í úrslit Vesturhluta NBA-deildarinnar vorið 2022 þar sem liðið mátti þola tap gegn verðandi meisturum í Golden State Warriors. Síðasta leiktíð var hörmung frá byrjun til enda og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Það gerði liðið hins vegar í ár og er nú komið í undanúrslit eftir að leggja Los Angeles Clippers að velli í sex leikjum. „Starf mitt er að gera þessa ungu menn betri, innan vallar sem utan. Ég tel mig hafa gert það. Í því felst vinnan mín. Þú sérð að liðið mitt fríkar ekki út þegar það tapar einum leik,“ sagði Kidd eftir æfingu Dallas á sunnudaginn var. Tvær skærustu stjörnur Dallas eru tvær af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar; Luka Dončić og Kyrie Irving. Þeir þurfa að standa sig á báðum endum vallarins ætli Dallas sér í gegnum OKC sem stóð uppi sem sigurvegari Vesturdeildar NBA.
Körfubolti NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira