Endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir síðustu pylsuna Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 22:13 Óskar Mikael pylsusali í hlutverki Jesú Krists. Vísir/Arnar Nemendur við Listaháskóla Íslands ráku endahnút á áralanga hefð í dag. Þá fengu þau sér sína hundruðustu, og jafnframt síðustu, pylsu sem nemendur skólans. Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists. Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists.
Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira