Hindraði mann sem ætlaði að komast úr bíl við Bónusbúð Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 10:16 Atvikið átti sér stað við verslun Bónus í Reykjanesbæ. Þessi mynd sýnir aðra verslun. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna atviks sem átti sér stað í lok janúar á þessu ári. Manninum var gefið að sök að ráðast með ofbeldi að öðrum manni við verslun Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sat í bílstjórasæti bíls og ætlaði sér úr honum, en árásarmaðurinn hindraði það með því að ýta framhurð bílsins á hann. Þá var árásarmanninum gefið að sök að slá hinn manninn þrisvar í höfuðið á meðan hann sat í bílstjórasætinu. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni ýmsa áverka. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka bíl á bílastæði Bónus í Fitjum sviptur ökuréttindum. En það gerðist í desember á síðasta ári. Hann mætti ekki fyrir dóm og voru forföll hans metin til jafns við játningu. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði framið brotin. Hann hefur nokkrum sinnum áður hlotið dóm bæði hérlendis og á Spáni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 120 þúsund krónur í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Geri hann það ekki þarf hann að sitja í steininum í tíu daga. Þar að auki er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 330 þúsund krónur í miskabætur og 260 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Manninum var gefið að sök að ráðast með ofbeldi að öðrum manni við verslun Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sat í bílstjórasæti bíls og ætlaði sér úr honum, en árásarmaðurinn hindraði það með því að ýta framhurð bílsins á hann. Þá var árásarmanninum gefið að sök að slá hinn manninn þrisvar í höfuðið á meðan hann sat í bílstjórasætinu. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni ýmsa áverka. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka bíl á bílastæði Bónus í Fitjum sviptur ökuréttindum. En það gerðist í desember á síðasta ári. Hann mætti ekki fyrir dóm og voru forföll hans metin til jafns við játningu. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði framið brotin. Hann hefur nokkrum sinnum áður hlotið dóm bæði hérlendis og á Spáni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 120 þúsund krónur í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Geri hann það ekki þarf hann að sitja í steininum í tíu daga. Þar að auki er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 330 þúsund krónur í miskabætur og 260 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira