Hataði á sér brjóstin og vildi skera þau af Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. maí 2024 07:01 Aníta hefur slegið í gegn með búðinni þar sem hún býður öllum konum upp á fjölbreytt vöruúrval. „Áttatíu prósent kvenna er í vitlausri brjóstahaldarastærð og ég var þar með talin mjög lengi,“ segir Aníta Rún Guðnýjardóttir. Aníta hefur sjálf gengið í gegnum heljarinnar lífstílsbreytingu á líkama og sál og selur nú undirfatnað, aðhaldsfatnað og aðgerðarfatnað fyrir konur í öllum stærðum og gerðum. Aníta ræddi málin í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin. Þar segist hún sjálf vera í brjóstahaldarastærð 75L en alltaf tjáð að hún væri í 90E. Hún hafi alltaf haldið að hún væri vandamálið, liðið illa en svo komist að því að hún hafi bara aldrei fengið rétta stærð af nærfötum. „Svo lengi sem ég man hataði ég á mér brjóstin og vildi bara skera þau af mér. Þau voru alltaf fyrir mér, mig verkjaði alltaf í þau, þau voru rosalega stór og ég átti ekkert sem passaði við og þetta var ég að díla við mjög lengi.“ Sér ekki eftir brjóstaminnkuninni Aníta stofnaði verslun sína Sassy árið 2019. Þá fann hún fyrir mikilli eftirspurn eftir aðhaldsfatnaði. Hún segist bjóða upp á allar stærðir og gerðir af undirfötum fyrir allar gerðir af konum. Sjálf fór Aníta í brjóstaminnkun eftir að hafa gengið með þrjú börn á þremur árum og brjóstagjöf í kjölfarið. „Ég sé ekki eftir neinu, eða neinni krónu, bara myndi gera það aftur ef þess þyrfti. Það algjörlega umturnaði lífi mínu og það besta sem ég hef eytt peningum í. Það eru tvö ár síðan ég fór og það er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig,“ segir Aníta. „Ég þoldi þetta ekki og var alltaf að tala um þetta við manninn minn og hann var sá sem hvatti mig til að fara, bara láttu bara verða af þessu. Þannig að ég sló til enda búin að hugsa þetta síðan ég var átján ára.“ Aníta segir margar þrálátar mýtur vera til um aðhaldsfatnað. Konur í minni stærðum gagnrýndar fyrir aðhaldsfatnað Upphaflega pantaði Aníta örfáar aðhalds leggings frá Bandaríkjunum fyrir sjálfa sig. Hún uppgötvaði þó fljótt að fleiri konur höfðu áhuga á slíkum leggings og áður en hún vissi af var hún búin að selja hátt í tíu þúsund leggings. Örlögin gripu í taumana og hefur Aníta stækkað verslunina og aukið vöruúrvalið. Nú er hún með allskonar aðhaldsföt, sundföt og samfestinga svo eitthvað sé nefnt. „En það er einhver stigma í gangi að það sé eitthvað tabú að vera í small og að vera í aðhaldsfatnaði“, segir Aníta sem hefur upplifað það á samfélagsmiðlunum að verið sé verið að gagnrýna konur í minni stærð fyrir að nota aðhaldsfatnað. „Það er alltaf verið að tala um, já þú þarft ekki aðhald, þú ert svo lítil, hvað ætlar þú að gera í þessum aðhaldsfatnaði eða eitthvað slíkt. Bæði í búð, í kommentum og út um allt,“ segir Aníta. Hún segir í flestum tilvikum aðhald ekki vera eitthvað sem fólk þurfi, þó á því séu undantekningar. Nefnir Aníta til að mynda þegar fólk jafni sig eftir aðgerðir. Í flestum tilvikum snúist þetta þó um þægindi. Allir með sína complexa „Í flestum tilfellum þá þarf enginn aðhald, þetta snýst um að langa það. Þetta eru ákveðin þægindi og það skiptir ekki máli í hvaða stærð þú ert í. Þetta er bara mótun og aðeins til að slétta úr. Við erum með mismunandi stífleika í aðhaldi og sumir vilja fá þetta eins strekkt og hægt er í öllum stærðum svosem og sumir vilja þetta létta smoothing effect sem er líka til. Þetta snýst ekki um að fara í þrengstu flíkina heldur eitthvað sem þér finnst þægilegt og nennir að fara í. Bara liðið vel, geta hreyft þig og fengið þér að borða eftirréttinn“, segir Aníta og bætir við að sama í hvaða stærð þú ert í, þá áttu að geta farið í aðhaldsfatnað án þess að einhver sé að hafa skoðun á því. „Það eru allir með sína complexa. Við erum með aðhaldsfatnað fyrir upphandleggi, við erum með nærbuxur með rassafyllingu og það eru bara allir að díla við sitt.“ Aníta tekur fram að margar konur sem farið hafi í brjóstnám leiti til sín. Það sé vinsælt að fá sér sílikon geirvörtur, meðal annars með lokk. Sömuleiðis séu til sílikonfyllingar og léttir púðar til að setja í toppa. „Þannig að við erum með, eins og ég segi alltaf, hvort sem þú ert með tvö, eitt eða engin brjóst þá kemstu í búðina til okkar og getur verslað með vinkonu hópnum eða hvað sem er.“ Spegilmyndin Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Aníta ræddi málin í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin. Þar segist hún sjálf vera í brjóstahaldarastærð 75L en alltaf tjáð að hún væri í 90E. Hún hafi alltaf haldið að hún væri vandamálið, liðið illa en svo komist að því að hún hafi bara aldrei fengið rétta stærð af nærfötum. „Svo lengi sem ég man hataði ég á mér brjóstin og vildi bara skera þau af mér. Þau voru alltaf fyrir mér, mig verkjaði alltaf í þau, þau voru rosalega stór og ég átti ekkert sem passaði við og þetta var ég að díla við mjög lengi.“ Sér ekki eftir brjóstaminnkuninni Aníta stofnaði verslun sína Sassy árið 2019. Þá fann hún fyrir mikilli eftirspurn eftir aðhaldsfatnaði. Hún segist bjóða upp á allar stærðir og gerðir af undirfötum fyrir allar gerðir af konum. Sjálf fór Aníta í brjóstaminnkun eftir að hafa gengið með þrjú börn á þremur árum og brjóstagjöf í kjölfarið. „Ég sé ekki eftir neinu, eða neinni krónu, bara myndi gera það aftur ef þess þyrfti. Það algjörlega umturnaði lífi mínu og það besta sem ég hef eytt peningum í. Það eru tvö ár síðan ég fór og það er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig,“ segir Aníta. „Ég þoldi þetta ekki og var alltaf að tala um þetta við manninn minn og hann var sá sem hvatti mig til að fara, bara láttu bara verða af þessu. Þannig að ég sló til enda búin að hugsa þetta síðan ég var átján ára.“ Aníta segir margar þrálátar mýtur vera til um aðhaldsfatnað. Konur í minni stærðum gagnrýndar fyrir aðhaldsfatnað Upphaflega pantaði Aníta örfáar aðhalds leggings frá Bandaríkjunum fyrir sjálfa sig. Hún uppgötvaði þó fljótt að fleiri konur höfðu áhuga á slíkum leggings og áður en hún vissi af var hún búin að selja hátt í tíu þúsund leggings. Örlögin gripu í taumana og hefur Aníta stækkað verslunina og aukið vöruúrvalið. Nú er hún með allskonar aðhaldsföt, sundföt og samfestinga svo eitthvað sé nefnt. „En það er einhver stigma í gangi að það sé eitthvað tabú að vera í small og að vera í aðhaldsfatnaði“, segir Aníta sem hefur upplifað það á samfélagsmiðlunum að verið sé verið að gagnrýna konur í minni stærð fyrir að nota aðhaldsfatnað. „Það er alltaf verið að tala um, já þú þarft ekki aðhald, þú ert svo lítil, hvað ætlar þú að gera í þessum aðhaldsfatnaði eða eitthvað slíkt. Bæði í búð, í kommentum og út um allt,“ segir Aníta. Hún segir í flestum tilvikum aðhald ekki vera eitthvað sem fólk þurfi, þó á því séu undantekningar. Nefnir Aníta til að mynda þegar fólk jafni sig eftir aðgerðir. Í flestum tilvikum snúist þetta þó um þægindi. Allir með sína complexa „Í flestum tilfellum þá þarf enginn aðhald, þetta snýst um að langa það. Þetta eru ákveðin þægindi og það skiptir ekki máli í hvaða stærð þú ert í. Þetta er bara mótun og aðeins til að slétta úr. Við erum með mismunandi stífleika í aðhaldi og sumir vilja fá þetta eins strekkt og hægt er í öllum stærðum svosem og sumir vilja þetta létta smoothing effect sem er líka til. Þetta snýst ekki um að fara í þrengstu flíkina heldur eitthvað sem þér finnst þægilegt og nennir að fara í. Bara liðið vel, geta hreyft þig og fengið þér að borða eftirréttinn“, segir Aníta og bætir við að sama í hvaða stærð þú ert í, þá áttu að geta farið í aðhaldsfatnað án þess að einhver sé að hafa skoðun á því. „Það eru allir með sína complexa. Við erum með aðhaldsfatnað fyrir upphandleggi, við erum með nærbuxur með rassafyllingu og það eru bara allir að díla við sitt.“ Aníta tekur fram að margar konur sem farið hafi í brjóstnám leiti til sín. Það sé vinsælt að fá sér sílikon geirvörtur, meðal annars með lokk. Sömuleiðis séu til sílikonfyllingar og léttir púðar til að setja í toppa. „Þannig að við erum með, eins og ég segi alltaf, hvort sem þú ert með tvö, eitt eða engin brjóst þá kemstu í búðina til okkar og getur verslað með vinkonu hópnum eða hvað sem er.“
Spegilmyndin Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira