Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 23:54 Noem (t.v.) hitti aldrei Kim Jong-un (t.h.) en drap vissulega veiðihundinn sinn Cricket. Hundurinn á myndinni er sömu tegundar og Cricket heitin. Vísir Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira