„Eru að gefa fólki pening sem á þegar pening“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2024 14:30 Steve Redgrave með Ólympíugullverðlaunin sín fimm sem hann vann á leikunum 1984, 1988, 1992, 1996 og 2000. Getty/Shaun Botterill Steve Redgrave er fimmfaldur Ólympíumeistari en hann er ekki hrifinn af því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætli að verðlauna gullverðlaunahafa sína á Ólympíuleikunum í París með peningagjöf. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur gefið það út að gullverðlaunahafar á leikunum í París í sumar munu fá fimmtíu þúsund dollara í verðlaunafé eða sjö milljónir íslenskra króna. „Þetta býr til ‚við á móti þeim' aðstæður. Ég er á móti því,“ sagði Steve Redgrave við breska ríkisútvarpið en frjálsar íþróttir eru eina íþróttagreinin sem ætlar að verðlauna Ólympíumeistara sína. Redgrave segir að slíkt skapi óeiningu meðal íþróttafólksins. Olympic prize money for track & field gold medalists will divide athletes, says rowing legend Sir Steve Redgrave https://t.co/j1kvNgjXvO— Dan Roan (@danroan) May 2, 2024 Hingað til hefur heiðurinn af því að vinna Ólympíugullið þótt vera mikið meira en nóg en svo er ekki lengur. Redgrave vann gullverðlaun í róðri á fimm leikum í röð frá 1984 til 2000 en hann er nú 62 ára gamall. Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Ólympíuleikanna sem gullverðlaunahafar fá slíkt verðlaunafé. Ólympíumeistarar hafa vissulega grætt pening á sigrum sínum í formi auglýsingasamninga og styrkja en aldrei fengið verðlaunafé. 48 gull eru í boði í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París í sumar. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar síðan að taka upp á því að verðlauna líka silfur- og bronshafana á leikunum í Los Angeles 2028. „Öll þau sem vinna gull á Ólympíuleikunum fá möguleika til þess að græða mikinn pening bæði fyrir og eftir leikana í París. Þau eru að gefa fólki pening sem á þegar pening,“ sagði Redgrave. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur gefið það út að gullverðlaunahafar á leikunum í París í sumar munu fá fimmtíu þúsund dollara í verðlaunafé eða sjö milljónir íslenskra króna. „Þetta býr til ‚við á móti þeim' aðstæður. Ég er á móti því,“ sagði Steve Redgrave við breska ríkisútvarpið en frjálsar íþróttir eru eina íþróttagreinin sem ætlar að verðlauna Ólympíumeistara sína. Redgrave segir að slíkt skapi óeiningu meðal íþróttafólksins. Olympic prize money for track & field gold medalists will divide athletes, says rowing legend Sir Steve Redgrave https://t.co/j1kvNgjXvO— Dan Roan (@danroan) May 2, 2024 Hingað til hefur heiðurinn af því að vinna Ólympíugullið þótt vera mikið meira en nóg en svo er ekki lengur. Redgrave vann gullverðlaun í róðri á fimm leikum í röð frá 1984 til 2000 en hann er nú 62 ára gamall. Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Ólympíuleikanna sem gullverðlaunahafar fá slíkt verðlaunafé. Ólympíumeistarar hafa vissulega grætt pening á sigrum sínum í formi auglýsingasamninga og styrkja en aldrei fengið verðlaunafé. 48 gull eru í boði í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París í sumar. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar síðan að taka upp á því að verðlauna líka silfur- og bronshafana á leikunum í Los Angeles 2028. „Öll þau sem vinna gull á Ólympíuleikunum fá möguleika til þess að græða mikinn pening bæði fyrir og eftir leikana í París. Þau eru að gefa fólki pening sem á þegar pening,“ sagði Redgrave.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira