Knicks og Pacers hefja nýtt einvígi á mánudag Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 07:31 Josh Hart setti niður dýrmætan þrist á ögurstundu í Philadelphia í nótt. AP/Matt Slocum New York Knicks og Indiana Pacers mætast í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta varð ljóst í nótt þegar bæði lið slógu út andstæðinga sína með því að vinna einvígi 4-2. Knicks slógu út Philadelphia 76ers með 118-115 sigri, í spennuleik eins og einvígið hefur verið. Jalen Brunson hélt áfram að fara á kostum fyrir Knicks sem nú eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar annað árið í röð, í fyrsta sinn síðan á síðustu öld. Brunson á stóran þátt í því en hann skoraði 40 stig eða meira í síðustu þremur leikjum einvígisins, og í nótt átti hann einnig tólf stoðsendingar. Tyrese Maxey náði að jafna metin fyrir Philadelphia í 111-111 en Josh Hart fékk svo frítt þriggja stiga skot, eftir sendingu Brunson, sem hann setti niður þegar 25,6 sekúndur voru eftir. JOSH HART. CLUTCH TRIPLE 🤯 pic.twitter.com/DJNW8oiu4s— NBA TV (@NBATV) May 3, 2024 Það reyndist gera gæfumuninn fyrir New York-búa sem tóku yfir höllina í Philadelphia með fagnaðarlátum, þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að koma í veg fyrir það. Fyrsti leikur Knicks við Pacers verður í New York á mánudaginn en Pacers slógu út Milwaukee Bucks með því að vinna þá í fjórða sinn í nótt, 120-98. Pacers vs. Knicks in the Second Round 🍿Who you got advancing?! 👀 pic.twitter.com/jr1zJ2NuGg— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2024 Giannis Antetokounmpo meiddist í kálfa 9. apríl og náði aldrei að snúa aftur til keppni, og því fór sem fór hjá Milwaukee sem endaði í 3. sæti austurdeildar fyrir úrslitakeppnina. Obi Toppin skoraði 21 stig fyrir Indiana og T.J. McConnell bætti við 20 stigum, en mennirnir af bekknum hjá Indiana skiluðu 50 stigum í leiknum í samanburði við aðeins 10 stig kollega þeirra hjá Milwaukee. „Bekkurinn okkar er búinn að vera magnaður alla leiktíðina. Þakkið þessum gæja [McConnell] fyrir það,“ sagði Toppin. „Allir í liðinu okkar þekkja sitt hlutverk og gefa 110 prósent,“ bætti hann við. Damian Lillard sneri aftur eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla og skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en það dugði skammt. NBA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Knicks slógu út Philadelphia 76ers með 118-115 sigri, í spennuleik eins og einvígið hefur verið. Jalen Brunson hélt áfram að fara á kostum fyrir Knicks sem nú eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar annað árið í röð, í fyrsta sinn síðan á síðustu öld. Brunson á stóran þátt í því en hann skoraði 40 stig eða meira í síðustu þremur leikjum einvígisins, og í nótt átti hann einnig tólf stoðsendingar. Tyrese Maxey náði að jafna metin fyrir Philadelphia í 111-111 en Josh Hart fékk svo frítt þriggja stiga skot, eftir sendingu Brunson, sem hann setti niður þegar 25,6 sekúndur voru eftir. JOSH HART. CLUTCH TRIPLE 🤯 pic.twitter.com/DJNW8oiu4s— NBA TV (@NBATV) May 3, 2024 Það reyndist gera gæfumuninn fyrir New York-búa sem tóku yfir höllina í Philadelphia með fagnaðarlátum, þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að koma í veg fyrir það. Fyrsti leikur Knicks við Pacers verður í New York á mánudaginn en Pacers slógu út Milwaukee Bucks með því að vinna þá í fjórða sinn í nótt, 120-98. Pacers vs. Knicks in the Second Round 🍿Who you got advancing?! 👀 pic.twitter.com/jr1zJ2NuGg— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2024 Giannis Antetokounmpo meiddist í kálfa 9. apríl og náði aldrei að snúa aftur til keppni, og því fór sem fór hjá Milwaukee sem endaði í 3. sæti austurdeildar fyrir úrslitakeppnina. Obi Toppin skoraði 21 stig fyrir Indiana og T.J. McConnell bætti við 20 stigum, en mennirnir af bekknum hjá Indiana skiluðu 50 stigum í leiknum í samanburði við aðeins 10 stig kollega þeirra hjá Milwaukee. „Bekkurinn okkar er búinn að vera magnaður alla leiktíðina. Þakkið þessum gæja [McConnell] fyrir það,“ sagði Toppin. „Allir í liðinu okkar þekkja sitt hlutverk og gefa 110 prósent,“ bætti hann við. Damian Lillard sneri aftur eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla og skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en það dugði skammt.
NBA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira