Vinnunetföng algeng leið fyrir hakkara til að brjótast inn í íslensk fyrirtæki Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 14:01 Björn Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Aftra. Aðsend/Getty Vinnunetföng sem notuð eru í persónulegum erindagjörðum geta orðið hluti af alvarlegum öryggisbresti fyrir tölvukerfi vinnuveitandans. Mörg dæmi eru um að netföng starfsfólks birtist á mismunandi vefsíðum sem eru ótengd vinnuveitandanum, eins og X (Twitter), Einkamál, Strava, Bland.is og jafnvel á klámsíðum. Björn Orri Guðmundsson er framkvæmdastjóri Aftra, íslensks hugbúnaðs sem er sproti frá netöryggisfyrirtækinu Syndis. Hugbúnaðurinn kembir tölvukerfi og rafræn fótspor fyrirtækja á netinu til að koma auga á hugsanlega veikleika sem hakkarar kunna að notfæra sér. Að sögn Björns eru vinnunetföng sem nýtt eru í persónulegum erindagjörðum eitt algengasta hættumerkið sem kemur upp þegar Aftra gerir úttektir á íslenskum fyrirtækjum. „Þegar við notum vinnunetfangið okkar á þennan hátt skiljum við eftir okkur rafræn fótspor sem fjölgar mögulegum árasarflötum gagnvart vinnuveitandanum. Það sem eykur hættuna enn frekar er að við erum alltof gjörn á að endurnýta lykilorðið okkar. Þetta gæti orðið að alvarlegum öryggisbresti sem hakkarar gætu notfært sér.“ Björn nefnir sem dæmi að ef hakkara tekst að brjótast inn á síðu sem hefur takmarkað öryggi gæti hann komist yfir innskráningarupplýsingar eða lykilorð og nýtt þau gögn til þess að brjótast inn á fleiri staði, svo sem tölvukerfi vinnuveitanda. Þess vegna sé afar mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið á mörgum stöðum. Þá segir Björn að það komi stjórnendum og starfsfólki oft í opna skjöldu þegar þeim er bent á að vinnunetföng séu notuð í persónulegum erindagjörðum. Fólk átti sig gjarnan ekki á hættunni og því sé nauðsynlegt að vekja athygli á henni. Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram. Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Björn Orri Guðmundsson er framkvæmdastjóri Aftra, íslensks hugbúnaðs sem er sproti frá netöryggisfyrirtækinu Syndis. Hugbúnaðurinn kembir tölvukerfi og rafræn fótspor fyrirtækja á netinu til að koma auga á hugsanlega veikleika sem hakkarar kunna að notfæra sér. Að sögn Björns eru vinnunetföng sem nýtt eru í persónulegum erindagjörðum eitt algengasta hættumerkið sem kemur upp þegar Aftra gerir úttektir á íslenskum fyrirtækjum. „Þegar við notum vinnunetfangið okkar á þennan hátt skiljum við eftir okkur rafræn fótspor sem fjölgar mögulegum árasarflötum gagnvart vinnuveitandanum. Það sem eykur hættuna enn frekar er að við erum alltof gjörn á að endurnýta lykilorðið okkar. Þetta gæti orðið að alvarlegum öryggisbresti sem hakkarar gætu notfært sér.“ Björn nefnir sem dæmi að ef hakkara tekst að brjótast inn á síðu sem hefur takmarkað öryggi gæti hann komist yfir innskráningarupplýsingar eða lykilorð og nýtt þau gögn til þess að brjótast inn á fleiri staði, svo sem tölvukerfi vinnuveitanda. Þess vegna sé afar mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið á mörgum stöðum. Þá segir Björn að það komi stjórnendum og starfsfólki oft í opna skjöldu þegar þeim er bent á að vinnunetföng séu notuð í persónulegum erindagjörðum. Fólk átti sig gjarnan ekki á hættunni og því sé nauðsynlegt að vekja athygli á henni. Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram.
Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram.
Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00