Frumkvöðlar koma saman í Kolaportinu Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 11:02 Frá hátíðinni í fyrra. Iceland innovation week Aðaldagskrá Iceland Innovation Week var birt í morgun. Þátttakendur frá meðal annars Google, Microsoft, Snapchat, NATO Innovation Fund og UN World Food Programme eru væntanlegir til landsins á hátíðina, sem fer fram dagana 13-17. maí. Í fréttatilkynningu segir að nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin fari fram í fimmta sinn eftir að hafa verið sett á laggirnar af þeim Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur árið 2020. Hátíðin sé markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar en frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum gefist kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum og kynna starfsemi sína. Í ár fari aðaldagskrá hátíðarinnar fram 15-16. maí í Kolaportinu en búist sé við yfir þúsund gestum á viðburðinn. Hliðarviðburðir verði gegnumgangandi í vikunni opnir öllum. Sprotafyrirtæki hafi fengið aukna fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar „Dagskránni í ár er ætlað að draga fram íslenskar áherslur í nýsköpun. Erindi og pallborðsumræður leggja áherslu á heilsutækni, grænar lausnir, fjárfestingar og leikjaiðnaðinn. Við erum ótrúlega spennt að bjóða fyrirlesara frá stærstu tæknifyrirtækjunum í Silicon Valley velkomna ásamt þekktum frumkvöðlum frá heitustu sprotafyrirtækjunum heims. Fulltrúar frá fjölmörgum erlendum fjárfestasjóðum eru einnig væntanlegir til landsins en við sjáum skýra aukningu í sprotafyrirtækjum sem hafa verið að fá erlenda fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar,“ er haft eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, listrænum stjórnanda Iceland Innovation Week. Sjálfbærnivottanir, kynlíf og svefn og glæpagengi í Mexíkó Dagskráin í heild sinni hafi verið kynnt í morgun en tæplega sjötíu þátttakendur úr sprota og frumkvöðlaheiminum stígi á stokk. Meðal þátttakenda verði Nille Skaltz stofnandi B-Corp sem standi á bakvið bestu sjálfbærnivottanir heims. Anna Lee stofnandi sprotafyrirtækisins Lioness og Erla Björns svefnfræðingur muni ræða áhrif kynlífs og svefns á kvenheilsu. Rafael Barroso, englafjárfestir, muni segja ótrúlega sögu frá því þegar hann flúði glæpagengi í Mexíkó og vann sig upp í stjórnunarstöðu hjá Apple. Þá muni Víðir Reynisson frá Almannavörnum taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá HS Orku og Friðriki Guðjónsyni, frumkvöðli. Þar verði rætt hvernig hægt sé að nýta sama hugarfarið í starfi sem viðbragðsaðili annars vegar og stofnandi sprotafyrirtækis hins vegar. Dagskráin er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar. Þar er jafnframt hægt að kaupa passa á dagskránna í Kolaportinu. Auk þess fer líkt og áður segir fjöldi hliðarviðburða fram alla vikuna. Þeir eru haldnir í samstarfi við samstarfsaðila hátíðarinnar og frítt er inn á þá. Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin fari fram í fimmta sinn eftir að hafa verið sett á laggirnar af þeim Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur árið 2020. Hátíðin sé markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar en frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum gefist kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum og kynna starfsemi sína. Í ár fari aðaldagskrá hátíðarinnar fram 15-16. maí í Kolaportinu en búist sé við yfir þúsund gestum á viðburðinn. Hliðarviðburðir verði gegnumgangandi í vikunni opnir öllum. Sprotafyrirtæki hafi fengið aukna fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar „Dagskránni í ár er ætlað að draga fram íslenskar áherslur í nýsköpun. Erindi og pallborðsumræður leggja áherslu á heilsutækni, grænar lausnir, fjárfestingar og leikjaiðnaðinn. Við erum ótrúlega spennt að bjóða fyrirlesara frá stærstu tæknifyrirtækjunum í Silicon Valley velkomna ásamt þekktum frumkvöðlum frá heitustu sprotafyrirtækjunum heims. Fulltrúar frá fjölmörgum erlendum fjárfestasjóðum eru einnig væntanlegir til landsins en við sjáum skýra aukningu í sprotafyrirtækjum sem hafa verið að fá erlenda fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar,“ er haft eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, listrænum stjórnanda Iceland Innovation Week. Sjálfbærnivottanir, kynlíf og svefn og glæpagengi í Mexíkó Dagskráin í heild sinni hafi verið kynnt í morgun en tæplega sjötíu þátttakendur úr sprota og frumkvöðlaheiminum stígi á stokk. Meðal þátttakenda verði Nille Skaltz stofnandi B-Corp sem standi á bakvið bestu sjálfbærnivottanir heims. Anna Lee stofnandi sprotafyrirtækisins Lioness og Erla Björns svefnfræðingur muni ræða áhrif kynlífs og svefns á kvenheilsu. Rafael Barroso, englafjárfestir, muni segja ótrúlega sögu frá því þegar hann flúði glæpagengi í Mexíkó og vann sig upp í stjórnunarstöðu hjá Apple. Þá muni Víðir Reynisson frá Almannavörnum taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá HS Orku og Friðriki Guðjónsyni, frumkvöðli. Þar verði rætt hvernig hægt sé að nýta sama hugarfarið í starfi sem viðbragðsaðili annars vegar og stofnandi sprotafyrirtækis hins vegar. Dagskráin er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar. Þar er jafnframt hægt að kaupa passa á dagskránna í Kolaportinu. Auk þess fer líkt og áður segir fjöldi hliðarviðburða fram alla vikuna. Þeir eru haldnir í samstarfi við samstarfsaðila hátíðarinnar og frítt er inn á þá.
Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira