Fótbolti

Júlíus og fé­lagar unnu frækinn bikarsigur á Rosenborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Júlíus Magnússon var fyrirliði Víkings áður en hann fór í atvinnumensku.
Júlíus Magnússon var fyrirliði Víkings áður en hann fór í atvinnumensku. vísir/hulda margrét

Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad gerðu sér lítið fyrir og slógu Rosenborg úr leik í norsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Fredrikstad hefur byrjað vel í norsku úrvalsdeildinni þar sem Júlíus og félagar eru nýliðar. Og þeir mættu fullir sjálfstrausts til leiks gegn tólfföldum bikarmeisturum Rosenborg í dag.

Allt stefndi í framlengingu, eða allt þar til Oscar Aga skoraði á fyrstu mínútu í uppbótartíma og tryggðu heimamönnum sigurinn. Aga er lánsmaður frá Rosenborg og gerðu félaginu sínu því grikk í dag. Lokatölur 1-0, Fredrikstad í vil.

Júlíus lék allan leikinn fyrir Fredrikstad. Hann hefur spilað hverja einustu mínútu í öllum leikjum liðsins á tímabilinu.

Annað Íslendingalið, HamKam, komst einnig áfram með 3-4 sigri á Egersund útivelli.

Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn fyrir HamKam og Viðar Ari Jónsson síðasta hálftímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×