Erlent

Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst fimm voru særðir áður en maðurinn var stöðvaður í morgun.
Minnst fimm voru særðir áður en maðurinn var stöðvaður í morgun.

Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að snemma í morgun hafi borist tilkynning um að bíl hafi verið ekið á hús á svæðinu og að fólk hafi verið stungið. Maðurinn, sem er 36 ára gamall, virðist hafa ráðist á fólk af handahófi og særði hann einnig fyrstu tvo lögregluþjónana sem komu á vettvang.

Samkvæmt frétt Sky News særði maðurinn fimm manns en hve alvarlega hann særði þau liggur ekki fyrir.

Myndband sem tekið var af manninum í morgun hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur hyllt lögregluþjóna og aðra sem settu sig í hættu við að stöðva manninn og heitið því að lögregluþjónar verði sýnilegri í hverfinu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×