LeBron James gæti hafa spilað kveðjuleik sinn Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 07:31 LeBron James með boltann í leiknum við Denver Nuggets í gærkvöld, sem mögulega var hans síðasti fyrir LA Lakers. AP/David Zalubowski LeBron James skoraði 30 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir LA Lakers í gærkvöld en það dugði ekki til í leik sem reyndist síðasti leikur liðsins á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta. Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa. NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Ríkjandi meistarar Denver Nuggets unnu upp forskot Lakers og höfðu betur, 108-106, í gærkvöld. Þar með unnu þeir einvígi liðanna 4-1 og mæta Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Lakers voru 67-58 yfir í þriðja leikhluta en misstu frá sér forskotið, rétt eins og fyrr í þessu einvígi, og lentu undir áður en leikhlutanum lauk. Spennan var hins vegar mikil en það var Jamal Murray sem tryggði Denver sigur með körfu þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Murray endaði með 32 stig. MURRAY WINS IT FOR THE NUGGETS 🚨 pic.twitter.com/2bVq4x8aRA— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 LeBron James, sem er 39 ára og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, var spurður út í framtíð sína eftir leikinn. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvað hann myndi gera, og því er mögulegt að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti fyrir Lakers. Hann kvaðst ætla að setjast niður með umboðsmanni sínum og fjölskyldu, og meta hvað kæmi best út fyrir sinn feril. James hefur tíma fram til 29. júní til að ákveða hvort hann vilji klára lokaár samnings síns við Lakers, fyrir 51,4 milljónir Bandaríkjadala, eða verða laus allra mála og frjálst að semja við hvaða félag sem er. Oklahoma áfram og Boston í góðum málum Oklahoma City Thunder er einnig komið áfram í undanúrslit vesturdeildarinnar, eða 8-liða úrslit NBA-deildarinnar, eftir 97-89 sigur gegn New Orleans Pelicans. Þar með vann Oklahoma einvígið 4-0. Jalen Williams og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu 24 stig hvor og sá síðarnefndi bætti við tíu fráköstum. Jalen Williams sinks ANOTHER clutch triple! 🗣️ pic.twitter.com/Q0ruWEx0wp— NBA TV (@NBATV) April 30, 2024 Í austurdeildinni komust Boston Celtics skrefi nær næstu umferð með því að vinna Miami Heat 102-88. Boston er 3-1 yfir í einvíginu og gæti klárað dæmið þegar liðin mætast að nýju á miðvikudaginn. Derrick White fór á kostum og skoraði 38 stig fyrir Boston en liðið varð hins vegar fyrir því óláni að Kristaps Porzingis haltraði meiddur af velli í fyrri hálfleik, vegna meiðsla í kálfa.
NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira