Íslendingur sem lúbarði lögreglumenn í Varsjá þarf að borga brúsann Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 08:02 Samkvæmt pólskum héraðssaksóknara voru meiðsli lögreglumannanna minni háttar. Skjáskot/RMF Íslenskum karlmanni er gert að greiða samtals þrettán þúsund pólsk slot, sem jafngildir um 450 þúsund íslenskra króna, vegna árásar gegn tveimur lögreglumönnum í Varsjá í Póllandi. Árásin átti sér stað á lögreglustöð í borginni síðasta haust, en Íslendingurinn, sem er 36 ára gamall, var vistaður í fangaklefa vegna skemmdarverka. Íslendingurinn var leiddur fyrir dóm vegna málsins. Héraðsdómur í Varsjá dæmdi hann í síðasta mánuði til að greiða níu þúsund slota sekt vegna málsins, þar að auki er honum gert að greiða lögregluþjónunum hvorum um sig tvö þúsund slot. Þetta kemur fram í svari héraðssaksóknara Varsjárborgar við fyrirspurn fréttastofu. Í svarinu segir að niðurstaða héraðsdóms sé endanleg. Íslendingurinn var ákærður fyrir að ráðast að lögreglumönnunum tveimur og valda þeim minni háttar áverkum. Hann var hins vegar ekki ákærður vegna áðurnefndra skemmdarverka. Í pólskum fjölmiðlum var fullyrt að hann hafi valdið skemmdum á lúxusbifreið af gerðinni Bentley með því að berja húdd hennar með fartölvu og sparka í stuðara hennar. Eigandi bílsins var sagður meta tjón sitt á sextíu þúsund pólsk slot. Það gerir tæplega tvær milljónir króna. Í svari héraðssaksóknara kemur þó fram að Íslendingurinn hafi ekki verið sóttur til saka vegna skemmdarverkanna þar sem eigandi bílsins hafi ekki lagt fram kvörtun vegna þeirra. Árásin til á myndbandi Upptaka úr öryggismyndavél kjallara lögreglustöðvarinnar sýnir árás Íslendingsins. Myndbandinu var lekið til fjölmiðla, en af því að dæma áttu lögreglumennirnir miklum í vandræðum með Íslendinginn. Það er ekki fyrr en þeir fá liðsauka sem þeim tekst að yfirbuga manninn. Myndskeiðið má sjá hér að neðan. RMF, pólskur fjölmiðill, hafði eftir talsmanni lögreglunnar í kjölfar árásarinnar að lögreglumennirnir hefðu verið fastir í rútínu og því ekki verið undirbúnir fyrir slagsmál við fanga. Upptakan sýndi fram á að þjálfun lögregluþjónanna væri ábótavant og að upptakan yrði notuð til að þjálfa lögreglu. Erlend sakamál Pólland Íslendingar erlendis Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Árásin átti sér stað á lögreglustöð í borginni síðasta haust, en Íslendingurinn, sem er 36 ára gamall, var vistaður í fangaklefa vegna skemmdarverka. Íslendingurinn var leiddur fyrir dóm vegna málsins. Héraðsdómur í Varsjá dæmdi hann í síðasta mánuði til að greiða níu þúsund slota sekt vegna málsins, þar að auki er honum gert að greiða lögregluþjónunum hvorum um sig tvö þúsund slot. Þetta kemur fram í svari héraðssaksóknara Varsjárborgar við fyrirspurn fréttastofu. Í svarinu segir að niðurstaða héraðsdóms sé endanleg. Íslendingurinn var ákærður fyrir að ráðast að lögreglumönnunum tveimur og valda þeim minni háttar áverkum. Hann var hins vegar ekki ákærður vegna áðurnefndra skemmdarverka. Í pólskum fjölmiðlum var fullyrt að hann hafi valdið skemmdum á lúxusbifreið af gerðinni Bentley með því að berja húdd hennar með fartölvu og sparka í stuðara hennar. Eigandi bílsins var sagður meta tjón sitt á sextíu þúsund pólsk slot. Það gerir tæplega tvær milljónir króna. Í svari héraðssaksóknara kemur þó fram að Íslendingurinn hafi ekki verið sóttur til saka vegna skemmdarverkanna þar sem eigandi bílsins hafi ekki lagt fram kvörtun vegna þeirra. Árásin til á myndbandi Upptaka úr öryggismyndavél kjallara lögreglustöðvarinnar sýnir árás Íslendingsins. Myndbandinu var lekið til fjölmiðla, en af því að dæma áttu lögreglumennirnir miklum í vandræðum með Íslendinginn. Það er ekki fyrr en þeir fá liðsauka sem þeim tekst að yfirbuga manninn. Myndskeiðið má sjá hér að neðan. RMF, pólskur fjölmiðill, hafði eftir talsmanni lögreglunnar í kjölfar árásarinnar að lögreglumennirnir hefðu verið fastir í rútínu og því ekki verið undirbúnir fyrir slagsmál við fanga. Upptakan sýndi fram á að þjálfun lögregluþjónanna væri ábótavant og að upptakan yrði notuð til að þjálfa lögreglu.
Erlend sakamál Pólland Íslendingar erlendis Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira