Disneydraumurinn varð loks að veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 20:00 Íris Ösp er nýkomin heim úr tveggja vikna ævintýraferð til Flórída. Vísir/Einar Langþráður draumur konu með einhverfu rættist á dögunum þegar hún heimsótti Disney World í Flórída. Hún lýsir ferðinni sem algjöru ævintýri en hún safnaði fyrir ferðinni með sölu á armböndum sem hún perlaði. Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku. Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku.
Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00