Aumingja Evrópa: Líkleg átakasvæði að Úkraínustríðinu loknu? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 29. apríl 2024 15:00 Úkraínustríðið hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár ef miðað er við innrás Rússneska hersins inní Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár ef miðað er við yfirtöku Rússlands á Krímskaganum árið 2014. Átök halda áfram og óvissa um stríðslok. Þó hefur Rússneski herinn verð að sækja inní Úkraínu af meiri krafti undanfarið á meðan vesturlönd hafa aukið hernaðarstuðning sinn við Úkraínu og leggja nú allt undir til að sigra Rússland í þessu stríði. Sumir vestrænir leiðtogar virðast telja raunhæft að sigra kjarnorkuveldi á vígvellinum. Leiðtogar landa eins og t.d. Frakklands og Eystrasaltsríkjanna tala um að senda hermenn inní Úkraínu. Þetta eru allt NATO ríki og stórveldastríð myndi fljótalega fylgja í kjölfarið. Æ oftar er nefnt að taka beri upp herskyldu í öllum NATO ríkjum. Rússland vill ekki NATO við landamæri sín ekki bara vegna svokallaðs „Article 5 guarantee“ heldur vegna þeirrar hernaðaruppbyggingar sem oft fylgir í kjölfarið. Það er alls ekki útilokað að fleiri styrjaldir brjótist út í Evrópu á næstunni. Þar munu stjórnvöld í Evrópu áfram, eins og nú, verða í aukahlutverki. Stórveldi í austri og vestri munu, eins og nú, ráða mestu um þá för. ESB, NATO og friðurinn í Evrópu Stofnun Evrópusambandsins og svo NATO áttu a tryggja frið í Evrópu. Eftir fall Sovétríkjanna 1991 hefur ESB ríkjum fjölgað um 13 ríki og eru þau nú 27, sjá Töflu 1. NATO ríkjum hefur fjölgað um 16 ríki og eru þau nú 32, sjá Töflu 2. Vonir stóðu til að hægt yrði að tryggja frið í Evrópu með útbreiðslu lýðræðis, aðild Evrópuríkja að sameiginlegum stofnununum, og með því að gera löndin háð hvert öðru t.d. með sameiginlegum markaði og sama gjaldmiðli. Þær vonir hafa brugðist. Aðild Rússlands að þessum stofnunum virðist aldrei hafa verð skoðuð í neinni alvöru þannig að öll Evrópa gætu setið við sama borð og öll Evrópulönd gætu verið hlut að sama kerfi í öryggismálum. Samt búa lang flestir íbúar Rússlands í Evrópuhluta landsins. Það er ekkert náttúrulögmál að Vesturlönd og Rússland séu óvinir. Í seinni heimstyrjöldinni voru t.d. Bandaríkin og Sovétríkin bandamenn og lögðu Þýskaland nasismans af velli. Nú stendur Evrópa frammi fyrir stærstu styrjöld á sinni grund frá seinni heimstyrjöldinni. Að þessu sinni er Úkraína vígvöllurinn. Hætta er á að styrjöldin stigmagnist og leiði til átaka víðar í Evrópu. Þó ólíklegt sé að margir hermenn NATO ríkja séu á vígvellinum í Úkraínu nú nema sem ráðgjafar, má segja að nú sé beint stríð skollið á milli Rússlands og NATO, sem líklegt er að muni stigmagnast enn frekar á næstu mánuðum. Stórveldastríð er ekki fjarri okkur í tíma. Vesturlönd eru svo djúpt sokkin í þessi átök að það er engin undankomuleið. Meir að segja herlaust land eins og Ísland kaupir skotvopn til að skjóta Rússneska hermenn. Sendiráðinu Íslands í Moskvu hefur verið lokað. Íslenskir ráðamenn tala eins og hershöfðingjar. Eru þeir tilbúnir að senda íslenska drengi á vígvöllinn ef öll NATO ríki þurfa að taka upp herskyldu? Erum við tilbúin að skera niður framlög okkar til heilbrigðismála og menntamála til að kaupa vopn fyrir 80 til 90 milljarða króna á ári (ca. 2% af vergri landsframleiðslu). Verður Úkraínustríðið kjarnorkustríð? Ólíklegt er að stríðinu ljúki með fullnaðarsigri Úkraínu í þeim skilningi að landið ná til sín öllu því svæði sem það réði yfir 1991 þegar Úkraína varð sjálfstætt ríki eftir fall Sovétríkjanna. Væri Úkraínu að takast að hrekja Rússneska herinn að þessum landamærum og Rússland að tapa stríðinu myndu líkurnar á notkun kjarnorkuvopna Rússa í vestur hluta Úkraínu aukast. Úkraína er ekki aðildarríki í NATO og ólíklegt er að þau NATO ríki sem hafa kjarnorkuvopn myndu svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuárás á Rússland enda væri þá hætta á allsherjar kjarnorkustríði. Þetta vita Rússar. Úkraína er ekki á leið í ESB og NATO á næstunni. Kannski aldrei? Ólíklegt verður að teljast að Rússneski herinn taki alla Úkraínu, með hefðbundnum vopnum, sértaklega vesturhlutann þar sem Úkraínumenn eru fjölmennir og færri Rússar en í austurhlutanum. Á einhverjum tímapunkti er líklegt að stríðinu ljúki með svokölluðum „frozen conflict” sem er ástand þar sem virkum vopnuðum átökum hefur verið hætt, en enginn friðarsáttmáli gerður sem báðir aðilar sætta sig við. Átök gætu því brotist út aftur hvenær sem er. Við þessar aðstæður þar sem landamæri Úkraínu væru óviss kæmi ESB og NATO aðild landsins ekki til greina. Hugsanleg átakasvæði og aukin vígvæðing Það lítur heldur ekki sérstaklega friðsamlega út í Evrópu jafnvel þó átökum í Úkraínu lyki með „frozen conflict.“ En hver væru líkleg átakasvæði? Auðvitað fer það eftir því hvar Úkraínustríðið endar í „frozen conflict.“ Líkleg spennusvæði í náinni framtíð gætu verið Svartahafið, Moldóva, Hvíta-Rússland (Belarus), Eystrasalt og Eystrasaltsríkin og loks Norðurslóðir. Svartahafið Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu líka í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að Rússlandi, sem ekki lítur á NATO sem varnarbandalag, teldi þetta ógn við síða stöðu við Svartahafið, og sitt þjóðaröryggi. Siglingaleiðir um Svartahafið eru líka mikilvægar fyrir Rússland. Viðbrögð Rússneskara stjórnvalda urðu því hörð. Innrás í Georgíu í ágúst 2008 og svo stríðið í Úkraínu sem enn stendur yfir. Svartahafið getur orðið vettvangur átaka áfram jafnvel þó stríðinu ljúki með „frozen conflict“ á landi. Moldóva Moldóva er ásamt Úkraínu umsóknarland að Evrópusambandinu (e. EU candidate country). Stjórnvöld halda áfram að styrkja samstarf sitt við NATO þó landið sé ekki aðildarríki. Nái Rússar hafnarborinni Odessa í Úkraínu mun Moldóva verða í viðkvæmri stöðu. Eftir hrun Sovétríkjanna lýsti Transnistría, sem er í austurhluta Moldóvu, yfir sjálfstæði en alþjóðlega er Transnistría viðurkennd sem hluti af Moldóvu. Ljóst er að Rússland, sem hefur herlið í Transnistríu, mun ekki fanga ESB aðild Moldóvu verði af henni, enn síður NATO aðild. Rúmenía á Austurlandamæri við Moldóvu og Úkraína vesturlandamæri. Mjög er stutt er frá hafnarborginni Odessa í Úkraínu til Moldóvu. Þetta er því viðkvæmt svæði í Evrópu og þarna gætu orðið átök. Hvíta-Rússland Hvíta-Rússland hefur verið bandamaður Rússa í Úkraínustríðinu. Náin samvinna hefur verið með Aleksandr Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands og Vladimir Pútin forseta Rússalands. Verði pólitískur óstöðugleiki innan Hvíta-Rússlands skapast óvissa innan Evrópu sem getur leitt til átaka. Pólland, Litáen og Lettland, allt NATO ríki eiga, austurlandamæri við Hvíta-Rússland og Úkraína á norðurlandamæri við landið. Samskipti ESB og NATO við Hvíta-Rússland sem lengi hafa verið mjög stirð eru nú nánast engin eftir að Úkraínustríðið hófst. Hvíta-Rússland er í viðskiptabanni hjá vesturlöndum og landið á engan valkost annan en auka og styrkja tengsl sín við Rússland. Þetta styrkir stöðu Rússlands. Eystrasalt og Eystrasaltsríkin Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland liggja að Eystrasaltinu. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Um 24 prósent íbúa í Eistlandi og Lettlandi eru að Rússnesku bergi brotnir (e. ethnic Russians) en aðeins tæplega 5 prósent Litáa. Nái Rússland að loka svokölluðu Suwałki Gap, milli Kaliningrad (sem er hluti af Rússlandi) og Póllands yrðu Eystrasaltsríkin einangruð á landi frá öðrum NATO ríkjum. Þetta er eitt viðkvæmasta svæðið í Evrópu fyrir varnir NATO ríkja. Eistaland og Lettland hafa löng austurlandamæri við Rússland en Litáen suðurlandamæri við Kaliningrad. Lettland og Litáen hafa svo austurlandamæri við Hvíta-Rússland. Stór hluti íbúa í austurhluta Eistlands og Lettlands eru að Rússnesku bergi brotnir og tala -Rússnesku. Borgin Narva stendur við landamæri Eistlands og Rússlands, og tilheyrir Eistlandi. Mikill meirihluti íbúa Narva eru Rússar og í borgum eins Daugavpils í austurhluta Lettlands eru Rússar líka fjölmennir og rússneska mest töluð. Vilji Rússland láta reyna á svokallað „Article 5 Guarantee“ NATOeru Eistaland og Lettland í viðkvæmri stöðu vegna smæðar sinnar og legu auk þess sem viðvera NATO hermanna er ekki mikil. Skemmst er að minnast orða Newt Gingrich fyrrum forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem eitt sinn sagði "Eistland er í úthverfi Sankti Pétursborgar……..Ég er ekki viss um að ég myndi hætta á kjarnorkustríði um einhvern stað sem er úthverfi Sankti Pétursborgar.“ Staða Litáen sem á landamæri við Kaliningrad er líka viðkvæm. Norðurslóðir Mikilvægi Norðurslóða fer vaxandi m.a. vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar verða nú nýtanlegar. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Finnland, Ísland, Kanada, Danmörk, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki er skiljanlegt að Rússland leiti bandamanna á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf siglingleiðir og hefur augljósa hagsmuni að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Aumingja Evrópa Það er ljóst að Evrópa á við vanda að stríða og er nánast leiðtogalaus. Forsetakosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember og nýr forseti tekur svo við í upphafi árs 2025. Úkraínustríðið hefur dregist á langinn og áframhaldandi stuðningur Bandaríkjanna við NATO er óviss. Donald Trump hvetur Rússland að ráðast á NATO ríki sem ekki leggja að minnsta kosti 2 prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Vopnlaus NATO þjóð á norðurhjara, sem óþarft er að nefna, kaupir skotvopn til að skjóta Rússa í Úkraínu. Á sama tíma á ESB og evrusvæðið við efnahagsvanda að stríða, Þýska hagkerfið er t.d. í lamasessi. Opinberar skuldir komnar úr böndunum í Frakklandi og Ítalíu. Bretland horfið af korti ESB og á eitt og sér við vanda að stríða. Það er ekki mikið pláss fyrir aukin hernaðarútgjöld hjá flestum ESB og NATO ríkjum nema með því að færa miklar fórnir í málaflokkum eins og heilbrigðis- og menntamálum. Evrópa er eina stórveldið sem er háð öðru stórveldi, Bandaríkjunum, í öryggismálum, og Bandaríkin þurfa nú í vaxandi mæli að huga af öðrum heimshlutum, sérstaklega Austur Asíu þar sem spennan vex stöðugt. Nancy Pelosi þá forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti Taívan árið 2022 sem vakti reiði meðal Kínverskra ráðamanna. Núverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Mike Johnson, kallaði svo Kína, Rússland og Íran nýlega “the axis of evil.“ Svona tali um Kína verður ekki tekið fagnandi í Peking. Og ekki minnkar það spennuna. Hvað gera Kínversk stjórnvöld nú þegar Bandaríkin eru aðilar af tveimur styrjöldum samtímis? Sjá þeir tækifæri? Mið-Austurlönd og sérstaklega Persaflóinn er viðkvæmt svæði fyrir vesturlönd. Þar geysar nú stríð sem þar sem engin lausn er í sjónmáli og ástandið er líklegt að versna á næstunni. Átök eru á Gaza svæðinu og svo nýlega á milli Ísrael og Íran. Átökin munu hafa áhrif í Evrópu, t.d. í hærra olíuverði en svo geta siglingaleiðir lokast o.s.frv. Mörg Evrópuríki virðast ekki treysta sér til að taka skýra afstöðu til ástandsins á Gaza svæðinu. Þau kerfi sem vestræn lönd komu sér upp með NATO, ESB og svo evrusvæðinu hafa ekki reynst vera sú töfraformúla sem vonast var til að myndi tryggir frið og velsæld í Evrópu. Lýðræði og málfrelsi er á undanhaldi. Þeir sem vilja semja um frið í Evrópu eru kallaðir Pútinistar, þeir sem vilja vopnahlé á Gaza svæðinu eru kallaðir gyðinga hatarar. Það eru óvissutímar framundan og ný átakasvæði í Evrópu blasa við þar sem stórveldin takast á. Mið-Austurlönd loga í ófriði og allt virðist gert til að magna spennuna í Austur Asíu. Þetta er að mestu afleiðing heimskulegrar stefnu í alþjóðasamskiptum. Í svona heimi er betra að vera gamall en ungur. Ekkert „Hollywood happy ending“ í sjónmáli sýnist mér. Við lifum á vargöld. Sorry. Hilmar Þór Hilmarsson er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Úkraínustríðið hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár ef miðað er við innrás Rússneska hersins inní Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár ef miðað er við yfirtöku Rússlands á Krímskaganum árið 2014. Átök halda áfram og óvissa um stríðslok. Þó hefur Rússneski herinn verð að sækja inní Úkraínu af meiri krafti undanfarið á meðan vesturlönd hafa aukið hernaðarstuðning sinn við Úkraínu og leggja nú allt undir til að sigra Rússland í þessu stríði. Sumir vestrænir leiðtogar virðast telja raunhæft að sigra kjarnorkuveldi á vígvellinum. Leiðtogar landa eins og t.d. Frakklands og Eystrasaltsríkjanna tala um að senda hermenn inní Úkraínu. Þetta eru allt NATO ríki og stórveldastríð myndi fljótalega fylgja í kjölfarið. Æ oftar er nefnt að taka beri upp herskyldu í öllum NATO ríkjum. Rússland vill ekki NATO við landamæri sín ekki bara vegna svokallaðs „Article 5 guarantee“ heldur vegna þeirrar hernaðaruppbyggingar sem oft fylgir í kjölfarið. Það er alls ekki útilokað að fleiri styrjaldir brjótist út í Evrópu á næstunni. Þar munu stjórnvöld í Evrópu áfram, eins og nú, verða í aukahlutverki. Stórveldi í austri og vestri munu, eins og nú, ráða mestu um þá för. ESB, NATO og friðurinn í Evrópu Stofnun Evrópusambandsins og svo NATO áttu a tryggja frið í Evrópu. Eftir fall Sovétríkjanna 1991 hefur ESB ríkjum fjölgað um 13 ríki og eru þau nú 27, sjá Töflu 1. NATO ríkjum hefur fjölgað um 16 ríki og eru þau nú 32, sjá Töflu 2. Vonir stóðu til að hægt yrði að tryggja frið í Evrópu með útbreiðslu lýðræðis, aðild Evrópuríkja að sameiginlegum stofnununum, og með því að gera löndin háð hvert öðru t.d. með sameiginlegum markaði og sama gjaldmiðli. Þær vonir hafa brugðist. Aðild Rússlands að þessum stofnunum virðist aldrei hafa verð skoðuð í neinni alvöru þannig að öll Evrópa gætu setið við sama borð og öll Evrópulönd gætu verið hlut að sama kerfi í öryggismálum. Samt búa lang flestir íbúar Rússlands í Evrópuhluta landsins. Það er ekkert náttúrulögmál að Vesturlönd og Rússland séu óvinir. Í seinni heimstyrjöldinni voru t.d. Bandaríkin og Sovétríkin bandamenn og lögðu Þýskaland nasismans af velli. Nú stendur Evrópa frammi fyrir stærstu styrjöld á sinni grund frá seinni heimstyrjöldinni. Að þessu sinni er Úkraína vígvöllurinn. Hætta er á að styrjöldin stigmagnist og leiði til átaka víðar í Evrópu. Þó ólíklegt sé að margir hermenn NATO ríkja séu á vígvellinum í Úkraínu nú nema sem ráðgjafar, má segja að nú sé beint stríð skollið á milli Rússlands og NATO, sem líklegt er að muni stigmagnast enn frekar á næstu mánuðum. Stórveldastríð er ekki fjarri okkur í tíma. Vesturlönd eru svo djúpt sokkin í þessi átök að það er engin undankomuleið. Meir að segja herlaust land eins og Ísland kaupir skotvopn til að skjóta Rússneska hermenn. Sendiráðinu Íslands í Moskvu hefur verið lokað. Íslenskir ráðamenn tala eins og hershöfðingjar. Eru þeir tilbúnir að senda íslenska drengi á vígvöllinn ef öll NATO ríki þurfa að taka upp herskyldu? Erum við tilbúin að skera niður framlög okkar til heilbrigðismála og menntamála til að kaupa vopn fyrir 80 til 90 milljarða króna á ári (ca. 2% af vergri landsframleiðslu). Verður Úkraínustríðið kjarnorkustríð? Ólíklegt er að stríðinu ljúki með fullnaðarsigri Úkraínu í þeim skilningi að landið ná til sín öllu því svæði sem það réði yfir 1991 þegar Úkraína varð sjálfstætt ríki eftir fall Sovétríkjanna. Væri Úkraínu að takast að hrekja Rússneska herinn að þessum landamærum og Rússland að tapa stríðinu myndu líkurnar á notkun kjarnorkuvopna Rússa í vestur hluta Úkraínu aukast. Úkraína er ekki aðildarríki í NATO og ólíklegt er að þau NATO ríki sem hafa kjarnorkuvopn myndu svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuárás á Rússland enda væri þá hætta á allsherjar kjarnorkustríði. Þetta vita Rússar. Úkraína er ekki á leið í ESB og NATO á næstunni. Kannski aldrei? Ólíklegt verður að teljast að Rússneski herinn taki alla Úkraínu, með hefðbundnum vopnum, sértaklega vesturhlutann þar sem Úkraínumenn eru fjölmennir og færri Rússar en í austurhlutanum. Á einhverjum tímapunkti er líklegt að stríðinu ljúki með svokölluðum „frozen conflict” sem er ástand þar sem virkum vopnuðum átökum hefur verið hætt, en enginn friðarsáttmáli gerður sem báðir aðilar sætta sig við. Átök gætu því brotist út aftur hvenær sem er. Við þessar aðstæður þar sem landamæri Úkraínu væru óviss kæmi ESB og NATO aðild landsins ekki til greina. Hugsanleg átakasvæði og aukin vígvæðing Það lítur heldur ekki sérstaklega friðsamlega út í Evrópu jafnvel þó átökum í Úkraínu lyki með „frozen conflict.“ En hver væru líkleg átakasvæði? Auðvitað fer það eftir því hvar Úkraínustríðið endar í „frozen conflict.“ Líkleg spennusvæði í náinni framtíð gætu verið Svartahafið, Moldóva, Hvíta-Rússland (Belarus), Eystrasalt og Eystrasaltsríkin og loks Norðurslóðir. Svartahafið Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu líka í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að Rússlandi, sem ekki lítur á NATO sem varnarbandalag, teldi þetta ógn við síða stöðu við Svartahafið, og sitt þjóðaröryggi. Siglingaleiðir um Svartahafið eru líka mikilvægar fyrir Rússland. Viðbrögð Rússneskara stjórnvalda urðu því hörð. Innrás í Georgíu í ágúst 2008 og svo stríðið í Úkraínu sem enn stendur yfir. Svartahafið getur orðið vettvangur átaka áfram jafnvel þó stríðinu ljúki með „frozen conflict“ á landi. Moldóva Moldóva er ásamt Úkraínu umsóknarland að Evrópusambandinu (e. EU candidate country). Stjórnvöld halda áfram að styrkja samstarf sitt við NATO þó landið sé ekki aðildarríki. Nái Rússar hafnarborinni Odessa í Úkraínu mun Moldóva verða í viðkvæmri stöðu. Eftir hrun Sovétríkjanna lýsti Transnistría, sem er í austurhluta Moldóvu, yfir sjálfstæði en alþjóðlega er Transnistría viðurkennd sem hluti af Moldóvu. Ljóst er að Rússland, sem hefur herlið í Transnistríu, mun ekki fanga ESB aðild Moldóvu verði af henni, enn síður NATO aðild. Rúmenía á Austurlandamæri við Moldóvu og Úkraína vesturlandamæri. Mjög er stutt er frá hafnarborginni Odessa í Úkraínu til Moldóvu. Þetta er því viðkvæmt svæði í Evrópu og þarna gætu orðið átök. Hvíta-Rússland Hvíta-Rússland hefur verið bandamaður Rússa í Úkraínustríðinu. Náin samvinna hefur verið með Aleksandr Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands og Vladimir Pútin forseta Rússalands. Verði pólitískur óstöðugleiki innan Hvíta-Rússlands skapast óvissa innan Evrópu sem getur leitt til átaka. Pólland, Litáen og Lettland, allt NATO ríki eiga, austurlandamæri við Hvíta-Rússland og Úkraína á norðurlandamæri við landið. Samskipti ESB og NATO við Hvíta-Rússland sem lengi hafa verið mjög stirð eru nú nánast engin eftir að Úkraínustríðið hófst. Hvíta-Rússland er í viðskiptabanni hjá vesturlöndum og landið á engan valkost annan en auka og styrkja tengsl sín við Rússland. Þetta styrkir stöðu Rússlands. Eystrasalt og Eystrasaltsríkin Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland liggja að Eystrasaltinu. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Um 24 prósent íbúa í Eistlandi og Lettlandi eru að Rússnesku bergi brotnir (e. ethnic Russians) en aðeins tæplega 5 prósent Litáa. Nái Rússland að loka svokölluðu Suwałki Gap, milli Kaliningrad (sem er hluti af Rússlandi) og Póllands yrðu Eystrasaltsríkin einangruð á landi frá öðrum NATO ríkjum. Þetta er eitt viðkvæmasta svæðið í Evrópu fyrir varnir NATO ríkja. Eistaland og Lettland hafa löng austurlandamæri við Rússland en Litáen suðurlandamæri við Kaliningrad. Lettland og Litáen hafa svo austurlandamæri við Hvíta-Rússland. Stór hluti íbúa í austurhluta Eistlands og Lettlands eru að Rússnesku bergi brotnir og tala -Rússnesku. Borgin Narva stendur við landamæri Eistlands og Rússlands, og tilheyrir Eistlandi. Mikill meirihluti íbúa Narva eru Rússar og í borgum eins Daugavpils í austurhluta Lettlands eru Rússar líka fjölmennir og rússneska mest töluð. Vilji Rússland láta reyna á svokallað „Article 5 Guarantee“ NATOeru Eistaland og Lettland í viðkvæmri stöðu vegna smæðar sinnar og legu auk þess sem viðvera NATO hermanna er ekki mikil. Skemmst er að minnast orða Newt Gingrich fyrrum forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem eitt sinn sagði "Eistland er í úthverfi Sankti Pétursborgar……..Ég er ekki viss um að ég myndi hætta á kjarnorkustríði um einhvern stað sem er úthverfi Sankti Pétursborgar.“ Staða Litáen sem á landamæri við Kaliningrad er líka viðkvæm. Norðurslóðir Mikilvægi Norðurslóða fer vaxandi m.a. vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar verða nú nýtanlegar. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Finnland, Ísland, Kanada, Danmörk, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki er skiljanlegt að Rússland leiti bandamanna á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf siglingleiðir og hefur augljósa hagsmuni að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Aumingja Evrópa Það er ljóst að Evrópa á við vanda að stríða og er nánast leiðtogalaus. Forsetakosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember og nýr forseti tekur svo við í upphafi árs 2025. Úkraínustríðið hefur dregist á langinn og áframhaldandi stuðningur Bandaríkjanna við NATO er óviss. Donald Trump hvetur Rússland að ráðast á NATO ríki sem ekki leggja að minnsta kosti 2 prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Vopnlaus NATO þjóð á norðurhjara, sem óþarft er að nefna, kaupir skotvopn til að skjóta Rússa í Úkraínu. Á sama tíma á ESB og evrusvæðið við efnahagsvanda að stríða, Þýska hagkerfið er t.d. í lamasessi. Opinberar skuldir komnar úr böndunum í Frakklandi og Ítalíu. Bretland horfið af korti ESB og á eitt og sér við vanda að stríða. Það er ekki mikið pláss fyrir aukin hernaðarútgjöld hjá flestum ESB og NATO ríkjum nema með því að færa miklar fórnir í málaflokkum eins og heilbrigðis- og menntamálum. Evrópa er eina stórveldið sem er háð öðru stórveldi, Bandaríkjunum, í öryggismálum, og Bandaríkin þurfa nú í vaxandi mæli að huga af öðrum heimshlutum, sérstaklega Austur Asíu þar sem spennan vex stöðugt. Nancy Pelosi þá forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti Taívan árið 2022 sem vakti reiði meðal Kínverskra ráðamanna. Núverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Mike Johnson, kallaði svo Kína, Rússland og Íran nýlega “the axis of evil.“ Svona tali um Kína verður ekki tekið fagnandi í Peking. Og ekki minnkar það spennuna. Hvað gera Kínversk stjórnvöld nú þegar Bandaríkin eru aðilar af tveimur styrjöldum samtímis? Sjá þeir tækifæri? Mið-Austurlönd og sérstaklega Persaflóinn er viðkvæmt svæði fyrir vesturlönd. Þar geysar nú stríð sem þar sem engin lausn er í sjónmáli og ástandið er líklegt að versna á næstunni. Átök eru á Gaza svæðinu og svo nýlega á milli Ísrael og Íran. Átökin munu hafa áhrif í Evrópu, t.d. í hærra olíuverði en svo geta siglingaleiðir lokast o.s.frv. Mörg Evrópuríki virðast ekki treysta sér til að taka skýra afstöðu til ástandsins á Gaza svæðinu. Þau kerfi sem vestræn lönd komu sér upp með NATO, ESB og svo evrusvæðinu hafa ekki reynst vera sú töfraformúla sem vonast var til að myndi tryggir frið og velsæld í Evrópu. Lýðræði og málfrelsi er á undanhaldi. Þeir sem vilja semja um frið í Evrópu eru kallaðir Pútinistar, þeir sem vilja vopnahlé á Gaza svæðinu eru kallaðir gyðinga hatarar. Það eru óvissutímar framundan og ný átakasvæði í Evrópu blasa við þar sem stórveldin takast á. Mið-Austurlönd loga í ófriði og allt virðist gert til að magna spennuna í Austur Asíu. Þetta er að mestu afleiðing heimskulegrar stefnu í alþjóðasamskiptum. Í svona heimi er betra að vera gamall en ungur. Ekkert „Hollywood happy ending“ í sjónmáli sýnist mér. Við lifum á vargöld. Sorry. Hilmar Þór Hilmarsson er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun