Hvað er ofurhagnaður? Gústaf Steingrímsson skrifar 29. apríl 2024 12:30 Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Ef þú ert með 100 milljónir inni á bankabókinni værir þú varla sáttur með 100 þúsund krónur í árlegar vaxtatekjur, enda væri einungis verið að greiða þér 0,1% í vexti. Ef þú værir hins vegar með 100 þúsund krónur inni á bankabókinni í upphafi ársins værir þú að fá 100% innlánsvexti og ættir að vera mjög sáttur. Þannig er útilokað að svara því hvort að 100 þúsund krónur í vaxtatekjur sé góð ávöxtun ef innistæðan er ekki höfð til hliðsjónar. Þetta má heimfæra upp á fyrirtækjarekstur. Ef hagnaður fyrirtækis er 100 milljónir, er þá hægt að tala um mikinn eða lítinn hagnað? Því verður ekki svarað nema taka tillit til stærðar fyrirtækisins. Ef um er að ræða lítið iðnfyrirtæki með litla veltu kann það að vera mjög gott en væri ansi bágborin afkoma hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki með mikla veltu. Mikilvægt að horfa á arðsemi fremur en hagnað Sá mælikvarði sem alla jafna er notaður til að meta hvort afkoma fyrirtækis sé góð eða slæm er að setja afkomuna í samhengi við það eigið fé sem eigendurnir hafa bundið í rekstrinum. Ef eigið fé iðnfyrirtækisins er 500 milljónir króna samsvarar 100 milljóna hagnaður því að eigendur fyrirtækisins fengju 20% arðsemi á eigið fé sitt í félaginu. Ef eigið fé stóra alþjóðlega fyrirtækisins eru 10 milljarðar króna væri arðsemi þess 1%. Slík arðsemi væri langt undir eðlilegri arðsemiskröfu á fyrirtækjarekstur með hliðsjón af þeirri áhættu sem er í slíkum rekstri. Í því tilfelli væri nú einfaldlega betra að vera með peningana inni á áhættulausum bankareikningi. Bankaskattar með þeim hæstu sem þekkjast Að horfa bara á hagnað án þess að taka tillit til þeirra fjármuna sem bundnir eru í starfseminni getur því dregið upp skakka og yfirborðskennda mynd. Í umræðu um íslenska bankakerfið er oft talað um „ofurhagnað“ og þá gripið til þeirrar staðreyndar að hagnaður bankanna séu tugir milljarða króna. Í kjölfarið er stundum dregin sú ályktun að slík upphæð hljóti að vera vísbending um að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill og þá jafnvel á kostnað lántakenda. Sumir hafa gripið þetta á lofti og sagt að það hljóti því að vera rétt að hækka sérstaka bankaskatta sem eru nú þegar með þeim hæstu í Evrópu. Í því sambandi má benda á að fjöldi landa er ekki með neina sérstaka bankaskatta. Tugir milljarða er vissulega há fjárhæð á íslenskan mælikvarða en segir samt sem áður lítið ef fjárhæðin er ekki sett í samhengi við undirliggjandi rekstur. Til að nálgast svarið við þeirri spurningu hvort að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill þarf því að horfa á arðsemi þeirra en ekki hagnað. Í því samhengi má benda á að ólíkt því sem viðgengst almennt í öðrum fyrirtækjarekstri gilda strangar reglur um lágmarks eigið fé í bankarekstri. Þetta þýðir að öðru óbreyttu að þar er meiri áskorun að fá ásættanlega arðsemi á eigin fé en í flestum öðrum rekstri þar sem engar sérstakar reglur gilda um lágmarks eigið fé. Í þessu sambandi má benda á að eigið fé íslensku viðskiptabankanna fjögurra er um 800 milljarðar króna. Það er nálægt þeirri upphæð sem þeim ber að binda samkvæmt lögum. Þá má loks benda á að arður íslensku bankanna fer að mestu leyti til samneyslu eða til heimilanna, fyrst og fremst í gegnum eignarhald ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka annars vegar og til lífeyrissjóða hins vegar. Arðsemi hér á landi vel undir meðaltali í Evrópu Evrópska bankaeftirlitið (EBA) hefur safnað gögnum um bankakerfi 28 Evrópulanda á árabilinu 2018-2023. Þar sést að arðsemi eiginfjár íslenska bankakerfisins var 7,8% að meðaltali á þessu tímabili. Það var undir meðaltali þessara 28 landa sem var 9,2%. Sé horft til stærðar bankakerfa þessara 28 landa og meðalarðsemi sést að sambandið er neikvætt, þ.e. eftir því sem bankakerfin eru minni er tilhneigingin sú að arðsemin sé meiri. Ein skýring á þessu er sú að minni bankakerfi búi við meiri áhættu en stærri bankakerfi m.a. vegna meiri einsleitni hagkerfisins og minni áhættudreifingar. Meiri áhætta í minni bankakerfum ætti því að kalla á hærri arðsemiskröfu en í stærri kerfum. Tölurnar sýna að hér á landi er þessu öfugt farið. Ísland er með eitt minnsta bankakerfi í Evrópu en er samt með arðsemi vel undir meðallagi. Raunarðsemi eigin fjár ein sú lægsta í Evrópu Sé litið til raunarðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins, þ.e. arðsemi eigin fjár að frádreginni verðbólgu, var hún 2,5% á tímabilinu 2018-2023. Hún var að meðaltali 5% hjá þessum 28 löndum og var hún því helmingi lægri hér á landi en Evrópumeðaltalið. Það voru einungis 3 lönd með lægri raunarðsemi en Ísland. Á hinum Norðurlöndunum lág arðsemin á bilinu 4,6% (Finnland) og 7,8% (Svíþjóð) en EBA var ekki með tölur fyrir Noreg fyrir allt tímabilið. Væri arðsemi hér á landi mun hærri en annars staðar, að teknu tilliti til stærðar bankakerfisins, mætti mögulega draga þá ályktun að hérlendir bankar væru að hagnast óeðlilega umfram það sem gerist og gengur annars staðar. Staðreyndin er hins vegar sú að arðsemi hér á landi er vel undir því sem gengur og gerist erlendis og umræða um ofurhagnað er því ekki í samræmi við tölulegar staðreyndir. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Ef þú ert með 100 milljónir inni á bankabókinni værir þú varla sáttur með 100 þúsund krónur í árlegar vaxtatekjur, enda væri einungis verið að greiða þér 0,1% í vexti. Ef þú værir hins vegar með 100 þúsund krónur inni á bankabókinni í upphafi ársins værir þú að fá 100% innlánsvexti og ættir að vera mjög sáttur. Þannig er útilokað að svara því hvort að 100 þúsund krónur í vaxtatekjur sé góð ávöxtun ef innistæðan er ekki höfð til hliðsjónar. Þetta má heimfæra upp á fyrirtækjarekstur. Ef hagnaður fyrirtækis er 100 milljónir, er þá hægt að tala um mikinn eða lítinn hagnað? Því verður ekki svarað nema taka tillit til stærðar fyrirtækisins. Ef um er að ræða lítið iðnfyrirtæki með litla veltu kann það að vera mjög gott en væri ansi bágborin afkoma hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki með mikla veltu. Mikilvægt að horfa á arðsemi fremur en hagnað Sá mælikvarði sem alla jafna er notaður til að meta hvort afkoma fyrirtækis sé góð eða slæm er að setja afkomuna í samhengi við það eigið fé sem eigendurnir hafa bundið í rekstrinum. Ef eigið fé iðnfyrirtækisins er 500 milljónir króna samsvarar 100 milljóna hagnaður því að eigendur fyrirtækisins fengju 20% arðsemi á eigið fé sitt í félaginu. Ef eigið fé stóra alþjóðlega fyrirtækisins eru 10 milljarðar króna væri arðsemi þess 1%. Slík arðsemi væri langt undir eðlilegri arðsemiskröfu á fyrirtækjarekstur með hliðsjón af þeirri áhættu sem er í slíkum rekstri. Í því tilfelli væri nú einfaldlega betra að vera með peningana inni á áhættulausum bankareikningi. Bankaskattar með þeim hæstu sem þekkjast Að horfa bara á hagnað án þess að taka tillit til þeirra fjármuna sem bundnir eru í starfseminni getur því dregið upp skakka og yfirborðskennda mynd. Í umræðu um íslenska bankakerfið er oft talað um „ofurhagnað“ og þá gripið til þeirrar staðreyndar að hagnaður bankanna séu tugir milljarða króna. Í kjölfarið er stundum dregin sú ályktun að slík upphæð hljóti að vera vísbending um að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill og þá jafnvel á kostnað lántakenda. Sumir hafa gripið þetta á lofti og sagt að það hljóti því að vera rétt að hækka sérstaka bankaskatta sem eru nú þegar með þeim hæstu í Evrópu. Í því sambandi má benda á að fjöldi landa er ekki með neina sérstaka bankaskatta. Tugir milljarða er vissulega há fjárhæð á íslenskan mælikvarða en segir samt sem áður lítið ef fjárhæðin er ekki sett í samhengi við undirliggjandi rekstur. Til að nálgast svarið við þeirri spurningu hvort að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill þarf því að horfa á arðsemi þeirra en ekki hagnað. Í því samhengi má benda á að ólíkt því sem viðgengst almennt í öðrum fyrirtækjarekstri gilda strangar reglur um lágmarks eigið fé í bankarekstri. Þetta þýðir að öðru óbreyttu að þar er meiri áskorun að fá ásættanlega arðsemi á eigin fé en í flestum öðrum rekstri þar sem engar sérstakar reglur gilda um lágmarks eigið fé. Í þessu sambandi má benda á að eigið fé íslensku viðskiptabankanna fjögurra er um 800 milljarðar króna. Það er nálægt þeirri upphæð sem þeim ber að binda samkvæmt lögum. Þá má loks benda á að arður íslensku bankanna fer að mestu leyti til samneyslu eða til heimilanna, fyrst og fremst í gegnum eignarhald ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka annars vegar og til lífeyrissjóða hins vegar. Arðsemi hér á landi vel undir meðaltali í Evrópu Evrópska bankaeftirlitið (EBA) hefur safnað gögnum um bankakerfi 28 Evrópulanda á árabilinu 2018-2023. Þar sést að arðsemi eiginfjár íslenska bankakerfisins var 7,8% að meðaltali á þessu tímabili. Það var undir meðaltali þessara 28 landa sem var 9,2%. Sé horft til stærðar bankakerfa þessara 28 landa og meðalarðsemi sést að sambandið er neikvætt, þ.e. eftir því sem bankakerfin eru minni er tilhneigingin sú að arðsemin sé meiri. Ein skýring á þessu er sú að minni bankakerfi búi við meiri áhættu en stærri bankakerfi m.a. vegna meiri einsleitni hagkerfisins og minni áhættudreifingar. Meiri áhætta í minni bankakerfum ætti því að kalla á hærri arðsemiskröfu en í stærri kerfum. Tölurnar sýna að hér á landi er þessu öfugt farið. Ísland er með eitt minnsta bankakerfi í Evrópu en er samt með arðsemi vel undir meðallagi. Raunarðsemi eigin fjár ein sú lægsta í Evrópu Sé litið til raunarðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins, þ.e. arðsemi eigin fjár að frádreginni verðbólgu, var hún 2,5% á tímabilinu 2018-2023. Hún var að meðaltali 5% hjá þessum 28 löndum og var hún því helmingi lægri hér á landi en Evrópumeðaltalið. Það voru einungis 3 lönd með lægri raunarðsemi en Ísland. Á hinum Norðurlöndunum lág arðsemin á bilinu 4,6% (Finnland) og 7,8% (Svíþjóð) en EBA var ekki með tölur fyrir Noreg fyrir allt tímabilið. Væri arðsemi hér á landi mun hærri en annars staðar, að teknu tilliti til stærðar bankakerfisins, mætti mögulega draga þá ályktun að hérlendir bankar væru að hagnast óeðlilega umfram það sem gerist og gengur annars staðar. Staðreyndin er hins vegar sú að arðsemi hér á landi er vel undir því sem gengur og gerist erlendis og umræða um ofurhagnað er því ekki í samræmi við tölulegar staðreyndir. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun