Vopnuð rán tíðari en fólk gerir sér grein fyrir Jón Ísak Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. apríl 2024 23:50 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Vísir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Svo virðist sem uppákomur eins og vopnuð rán séu að færast í aukana. Tvö rán voru framin í apótekum á höfðuborgarsvæðinu gær og voru þjófanir á eftir ávana-og fíknilyfjum í bæði skiptin. Annað ránið var framið í Lyfju á Smáratorgi og hefur einn verið handtekinn vegna þess. Hitt ránið var framið í Reykjavíkurapóteki í Vesturbænum. Þar ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopni, tóku starfsmann hálstaki og neyddu hann til að sýna þeim hvar ávana- og fíkniefnalyf voru geymd. Mikið áfall fyrir starfsmenn Sigurbjörg segir það agalega sorglegt þegar svona gerist og að það sé klárlega mikið áfall fyrir starfsmenn þegar svona gerist. „En þetta hefur náttúrulega verið að gerast, og í miklu meiri mæli en almenningur gerir sér kannski grein fyrir, það kemur ekkert allt í fréttirnar,“ segir Sigurbjörg. Hún segist hafa mjög miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Er eitthvað sem bendir til þess að það séu einhverjar sérstakar ástæður að baki þessu? „Sko í rauninni til þess að komast algjörlega að rót vandans, þá þyrfti að kortleggja þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að Apótek geti auðvitað brugðist við með sínum aðgerðum, þau geti verið með öryggismyndavélar og öryggisfulltrúa. Þau gætu jafnvel hætt að selja ákveðna lyfjaflokka og læst lyfjafræðingana inni. „En það þarf að horfa á þetta í bara miklu stærra samhengi. Vegna þess að ef að það reynist rétt, eins og ákveðnar vísbendingar eru um, að þetta sé ákveðinn hópur sem að er að leita í þessi Apótek, þá þurfi að bregðast við því. Það vantar úrræði þá fyrir þennan hóp,“ segir Sigurbjörg. Vill ekki að Ísland verði eins og Svíþjóð Sigurbjörg segir að rán í apótekum séu orðin mjög algeng í Svíþjóð og að það sé orðið mjög stórt vandamál. „Lyfjafræðingar fást bara ekki í vinnu í apótekum, Þetta er bara vaxandi vandamál þar, og ég hef bara verulegar áhyggjur af því að það gerist, því að við megum ekki við því,“ segir Sigurbjörg. Lyf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58 Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Tvö rán voru framin í apótekum á höfðuborgarsvæðinu gær og voru þjófanir á eftir ávana-og fíknilyfjum í bæði skiptin. Annað ránið var framið í Lyfju á Smáratorgi og hefur einn verið handtekinn vegna þess. Hitt ránið var framið í Reykjavíkurapóteki í Vesturbænum. Þar ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopni, tóku starfsmann hálstaki og neyddu hann til að sýna þeim hvar ávana- og fíkniefnalyf voru geymd. Mikið áfall fyrir starfsmenn Sigurbjörg segir það agalega sorglegt þegar svona gerist og að það sé klárlega mikið áfall fyrir starfsmenn þegar svona gerist. „En þetta hefur náttúrulega verið að gerast, og í miklu meiri mæli en almenningur gerir sér kannski grein fyrir, það kemur ekkert allt í fréttirnar,“ segir Sigurbjörg. Hún segist hafa mjög miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Er eitthvað sem bendir til þess að það séu einhverjar sérstakar ástæður að baki þessu? „Sko í rauninni til þess að komast algjörlega að rót vandans, þá þyrfti að kortleggja þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að Apótek geti auðvitað brugðist við með sínum aðgerðum, þau geti verið með öryggismyndavélar og öryggisfulltrúa. Þau gætu jafnvel hætt að selja ákveðna lyfjaflokka og læst lyfjafræðingana inni. „En það þarf að horfa á þetta í bara miklu stærra samhengi. Vegna þess að ef að það reynist rétt, eins og ákveðnar vísbendingar eru um, að þetta sé ákveðinn hópur sem að er að leita í þessi Apótek, þá þurfi að bregðast við því. Það vantar úrræði þá fyrir þennan hóp,“ segir Sigurbjörg. Vill ekki að Ísland verði eins og Svíþjóð Sigurbjörg segir að rán í apótekum séu orðin mjög algeng í Svíþjóð og að það sé orðið mjög stórt vandamál. „Lyfjafræðingar fást bara ekki í vinnu í apótekum, Þetta er bara vaxandi vandamál þar, og ég hef bara verulegar áhyggjur af því að það gerist, því að við megum ekki við því,“ segir Sigurbjörg.
Lyf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58 Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58
Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent