Vopnuð rán tíðari en fólk gerir sér grein fyrir Jón Ísak Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. apríl 2024 23:50 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Vísir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Svo virðist sem uppákomur eins og vopnuð rán séu að færast í aukana. Tvö rán voru framin í apótekum á höfðuborgarsvæðinu gær og voru þjófanir á eftir ávana-og fíknilyfjum í bæði skiptin. Annað ránið var framið í Lyfju á Smáratorgi og hefur einn verið handtekinn vegna þess. Hitt ránið var framið í Reykjavíkurapóteki í Vesturbænum. Þar ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopni, tóku starfsmann hálstaki og neyddu hann til að sýna þeim hvar ávana- og fíkniefnalyf voru geymd. Mikið áfall fyrir starfsmenn Sigurbjörg segir það agalega sorglegt þegar svona gerist og að það sé klárlega mikið áfall fyrir starfsmenn þegar svona gerist. „En þetta hefur náttúrulega verið að gerast, og í miklu meiri mæli en almenningur gerir sér kannski grein fyrir, það kemur ekkert allt í fréttirnar,“ segir Sigurbjörg. Hún segist hafa mjög miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Er eitthvað sem bendir til þess að það séu einhverjar sérstakar ástæður að baki þessu? „Sko í rauninni til þess að komast algjörlega að rót vandans, þá þyrfti að kortleggja þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að Apótek geti auðvitað brugðist við með sínum aðgerðum, þau geti verið með öryggismyndavélar og öryggisfulltrúa. Þau gætu jafnvel hætt að selja ákveðna lyfjaflokka og læst lyfjafræðingana inni. „En það þarf að horfa á þetta í bara miklu stærra samhengi. Vegna þess að ef að það reynist rétt, eins og ákveðnar vísbendingar eru um, að þetta sé ákveðinn hópur sem að er að leita í þessi Apótek, þá þurfi að bregðast við því. Það vantar úrræði þá fyrir þennan hóp,“ segir Sigurbjörg. Vill ekki að Ísland verði eins og Svíþjóð Sigurbjörg segir að rán í apótekum séu orðin mjög algeng í Svíþjóð og að það sé orðið mjög stórt vandamál. „Lyfjafræðingar fást bara ekki í vinnu í apótekum, Þetta er bara vaxandi vandamál þar, og ég hef bara verulegar áhyggjur af því að það gerist, því að við megum ekki við því,“ segir Sigurbjörg. Lyf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58 Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Tvö rán voru framin í apótekum á höfðuborgarsvæðinu gær og voru þjófanir á eftir ávana-og fíknilyfjum í bæði skiptin. Annað ránið var framið í Lyfju á Smáratorgi og hefur einn verið handtekinn vegna þess. Hitt ránið var framið í Reykjavíkurapóteki í Vesturbænum. Þar ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopni, tóku starfsmann hálstaki og neyddu hann til að sýna þeim hvar ávana- og fíkniefnalyf voru geymd. Mikið áfall fyrir starfsmenn Sigurbjörg segir það agalega sorglegt þegar svona gerist og að það sé klárlega mikið áfall fyrir starfsmenn þegar svona gerist. „En þetta hefur náttúrulega verið að gerast, og í miklu meiri mæli en almenningur gerir sér kannski grein fyrir, það kemur ekkert allt í fréttirnar,“ segir Sigurbjörg. Hún segist hafa mjög miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Er eitthvað sem bendir til þess að það séu einhverjar sérstakar ástæður að baki þessu? „Sko í rauninni til þess að komast algjörlega að rót vandans, þá þyrfti að kortleggja þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að Apótek geti auðvitað brugðist við með sínum aðgerðum, þau geti verið með öryggismyndavélar og öryggisfulltrúa. Þau gætu jafnvel hætt að selja ákveðna lyfjaflokka og læst lyfjafræðingana inni. „En það þarf að horfa á þetta í bara miklu stærra samhengi. Vegna þess að ef að það reynist rétt, eins og ákveðnar vísbendingar eru um, að þetta sé ákveðinn hópur sem að er að leita í þessi Apótek, þá þurfi að bregðast við því. Það vantar úrræði þá fyrir þennan hóp,“ segir Sigurbjörg. Vill ekki að Ísland verði eins og Svíþjóð Sigurbjörg segir að rán í apótekum séu orðin mjög algeng í Svíþjóð og að það sé orðið mjög stórt vandamál. „Lyfjafræðingar fást bara ekki í vinnu í apótekum, Þetta er bara vaxandi vandamál þar, og ég hef bara verulegar áhyggjur af því að það gerist, því að við megum ekki við því,“ segir Sigurbjörg.
Lyf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58 Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58
Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20