Fowler hjálpaði Man City að styrkja stöðu sína á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 19:50 Mary Fowler fagnar einu af tveimur mörkum sínum í dag. Ryan Hiscott/Getty Images Kvennalið Manchester City er nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Englandsmeistarar Chelsea eru sex stigum á eftir toppliðinu og eiga tvo leiki til góða þegar skammt er til loka tímabilsins. Toppliðið vissi að það gæti aukið forystuna enn frekar með sigri þar sem Chelsea spilaði ekki í deildinni um helgina. Liðið mætti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og féll úr leik. Það tók Man City sinn tíma að brjóta niður Bristol City en Mary Fowler kom City á endanum yfir þegar 62 mínútur voru á klukkunni. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gulltryggði Fowler sigurinn með öðru marki gestanna. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Amy Rogers fyrir því óláni að skora sjálfsmark og leikurinn endanlega búinn. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Alex Greenwood við fjórða marki Man City. Reyndist það síðasta mark leiksins og unnu gestirnir 4-0 sigur. Fyrr í dag hafði Ella Toone tryggt Manchester United 1-0 útisigur á Leicester City. María Þórisdóttir lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Brighton & Hove Albion við Tottenham Hotspur. Tooney's magic secures all three points on the road! 👏#MUWomen pic.twitter.com/NJzysCotaF— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2024 Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með West Ham United þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa og þá náði Arsenal aðeins í stig gegn Everton, lokatölur þar einnig 1-1. Man City er á toppnum með 52 stig þegar liðið á tvo leiki eftir, gegn Arsenal og Aston Villa. Chelsea er sex stigum eftir á en á tvo leiki til góða og því fjóra leiki eftir. Chelsea á eftir að mæta Liverpool, Bristol City, Tottenham og Man United. Man City er sem stendur með sex mörk í plús á Chelsea en ef bæði lið vinna sína leiki til enda tímabils er ljóst að markatalan mun skera úr um hvort þeirra verður meistari. Arsenal hefur þegar tryggt sér 3. sætið og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Skytturnar með 44 stig, níu stigum meira en Man United sem er sæti neðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Toppliðið vissi að það gæti aukið forystuna enn frekar með sigri þar sem Chelsea spilaði ekki í deildinni um helgina. Liðið mætti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og féll úr leik. Það tók Man City sinn tíma að brjóta niður Bristol City en Mary Fowler kom City á endanum yfir þegar 62 mínútur voru á klukkunni. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gulltryggði Fowler sigurinn með öðru marki gestanna. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Amy Rogers fyrir því óláni að skora sjálfsmark og leikurinn endanlega búinn. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Alex Greenwood við fjórða marki Man City. Reyndist það síðasta mark leiksins og unnu gestirnir 4-0 sigur. Fyrr í dag hafði Ella Toone tryggt Manchester United 1-0 útisigur á Leicester City. María Þórisdóttir lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Brighton & Hove Albion við Tottenham Hotspur. Tooney's magic secures all three points on the road! 👏#MUWomen pic.twitter.com/NJzysCotaF— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2024 Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með West Ham United þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa og þá náði Arsenal aðeins í stig gegn Everton, lokatölur þar einnig 1-1. Man City er á toppnum með 52 stig þegar liðið á tvo leiki eftir, gegn Arsenal og Aston Villa. Chelsea er sex stigum eftir á en á tvo leiki til góða og því fjóra leiki eftir. Chelsea á eftir að mæta Liverpool, Bristol City, Tottenham og Man United. Man City er sem stendur með sex mörk í plús á Chelsea en ef bæði lið vinna sína leiki til enda tímabils er ljóst að markatalan mun skera úr um hvort þeirra verður meistari. Arsenal hefur þegar tryggt sér 3. sætið og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Skytturnar með 44 stig, níu stigum meira en Man United sem er sæti neðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira