Fowler hjálpaði Man City að styrkja stöðu sína á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 19:50 Mary Fowler fagnar einu af tveimur mörkum sínum í dag. Ryan Hiscott/Getty Images Kvennalið Manchester City er nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Englandsmeistarar Chelsea eru sex stigum á eftir toppliðinu og eiga tvo leiki til góða þegar skammt er til loka tímabilsins. Toppliðið vissi að það gæti aukið forystuna enn frekar með sigri þar sem Chelsea spilaði ekki í deildinni um helgina. Liðið mætti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og féll úr leik. Það tók Man City sinn tíma að brjóta niður Bristol City en Mary Fowler kom City á endanum yfir þegar 62 mínútur voru á klukkunni. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gulltryggði Fowler sigurinn með öðru marki gestanna. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Amy Rogers fyrir því óláni að skora sjálfsmark og leikurinn endanlega búinn. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Alex Greenwood við fjórða marki Man City. Reyndist það síðasta mark leiksins og unnu gestirnir 4-0 sigur. Fyrr í dag hafði Ella Toone tryggt Manchester United 1-0 útisigur á Leicester City. María Þórisdóttir lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Brighton & Hove Albion við Tottenham Hotspur. Tooney's magic secures all three points on the road! 👏#MUWomen pic.twitter.com/NJzysCotaF— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2024 Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með West Ham United þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa og þá náði Arsenal aðeins í stig gegn Everton, lokatölur þar einnig 1-1. Man City er á toppnum með 52 stig þegar liðið á tvo leiki eftir, gegn Arsenal og Aston Villa. Chelsea er sex stigum eftir á en á tvo leiki til góða og því fjóra leiki eftir. Chelsea á eftir að mæta Liverpool, Bristol City, Tottenham og Man United. Man City er sem stendur með sex mörk í plús á Chelsea en ef bæði lið vinna sína leiki til enda tímabils er ljóst að markatalan mun skera úr um hvort þeirra verður meistari. Arsenal hefur þegar tryggt sér 3. sætið og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Skytturnar með 44 stig, níu stigum meira en Man United sem er sæti neðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Toppliðið vissi að það gæti aukið forystuna enn frekar með sigri þar sem Chelsea spilaði ekki í deildinni um helgina. Liðið mætti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og féll úr leik. Það tók Man City sinn tíma að brjóta niður Bristol City en Mary Fowler kom City á endanum yfir þegar 62 mínútur voru á klukkunni. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gulltryggði Fowler sigurinn með öðru marki gestanna. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Amy Rogers fyrir því óláni að skora sjálfsmark og leikurinn endanlega búinn. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Alex Greenwood við fjórða marki Man City. Reyndist það síðasta mark leiksins og unnu gestirnir 4-0 sigur. Fyrr í dag hafði Ella Toone tryggt Manchester United 1-0 útisigur á Leicester City. María Þórisdóttir lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Brighton & Hove Albion við Tottenham Hotspur. Tooney's magic secures all three points on the road! 👏#MUWomen pic.twitter.com/NJzysCotaF— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2024 Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með West Ham United þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa og þá náði Arsenal aðeins í stig gegn Everton, lokatölur þar einnig 1-1. Man City er á toppnum með 52 stig þegar liðið á tvo leiki eftir, gegn Arsenal og Aston Villa. Chelsea er sex stigum eftir á en á tvo leiki til góða og því fjóra leiki eftir. Chelsea á eftir að mæta Liverpool, Bristol City, Tottenham og Man United. Man City er sem stendur með sex mörk í plús á Chelsea en ef bæði lið vinna sína leiki til enda tímabils er ljóst að markatalan mun skera úr um hvort þeirra verður meistari. Arsenal hefur þegar tryggt sér 3. sætið og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Skytturnar með 44 stig, níu stigum meira en Man United sem er sæti neðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira