Fowler hjálpaði Man City að styrkja stöðu sína á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 19:50 Mary Fowler fagnar einu af tveimur mörkum sínum í dag. Ryan Hiscott/Getty Images Kvennalið Manchester City er nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Englandsmeistarar Chelsea eru sex stigum á eftir toppliðinu og eiga tvo leiki til góða þegar skammt er til loka tímabilsins. Toppliðið vissi að það gæti aukið forystuna enn frekar með sigri þar sem Chelsea spilaði ekki í deildinni um helgina. Liðið mætti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og féll úr leik. Það tók Man City sinn tíma að brjóta niður Bristol City en Mary Fowler kom City á endanum yfir þegar 62 mínútur voru á klukkunni. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gulltryggði Fowler sigurinn með öðru marki gestanna. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Amy Rogers fyrir því óláni að skora sjálfsmark og leikurinn endanlega búinn. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Alex Greenwood við fjórða marki Man City. Reyndist það síðasta mark leiksins og unnu gestirnir 4-0 sigur. Fyrr í dag hafði Ella Toone tryggt Manchester United 1-0 útisigur á Leicester City. María Þórisdóttir lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Brighton & Hove Albion við Tottenham Hotspur. Tooney's magic secures all three points on the road! 👏#MUWomen pic.twitter.com/NJzysCotaF— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2024 Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með West Ham United þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa og þá náði Arsenal aðeins í stig gegn Everton, lokatölur þar einnig 1-1. Man City er á toppnum með 52 stig þegar liðið á tvo leiki eftir, gegn Arsenal og Aston Villa. Chelsea er sex stigum eftir á en á tvo leiki til góða og því fjóra leiki eftir. Chelsea á eftir að mæta Liverpool, Bristol City, Tottenham og Man United. Man City er sem stendur með sex mörk í plús á Chelsea en ef bæði lið vinna sína leiki til enda tímabils er ljóst að markatalan mun skera úr um hvort þeirra verður meistari. Arsenal hefur þegar tryggt sér 3. sætið og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Skytturnar með 44 stig, níu stigum meira en Man United sem er sæti neðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Toppliðið vissi að það gæti aukið forystuna enn frekar með sigri þar sem Chelsea spilaði ekki í deildinni um helgina. Liðið mætti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og féll úr leik. Það tók Man City sinn tíma að brjóta niður Bristol City en Mary Fowler kom City á endanum yfir þegar 62 mínútur voru á klukkunni. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gulltryggði Fowler sigurinn með öðru marki gestanna. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Amy Rogers fyrir því óláni að skora sjálfsmark og leikurinn endanlega búinn. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Alex Greenwood við fjórða marki Man City. Reyndist það síðasta mark leiksins og unnu gestirnir 4-0 sigur. Fyrr í dag hafði Ella Toone tryggt Manchester United 1-0 útisigur á Leicester City. María Þórisdóttir lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Brighton & Hove Albion við Tottenham Hotspur. Tooney's magic secures all three points on the road! 👏#MUWomen pic.twitter.com/NJzysCotaF— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2024 Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með West Ham United þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa og þá náði Arsenal aðeins í stig gegn Everton, lokatölur þar einnig 1-1. Man City er á toppnum með 52 stig þegar liðið á tvo leiki eftir, gegn Arsenal og Aston Villa. Chelsea er sex stigum eftir á en á tvo leiki til góða og því fjóra leiki eftir. Chelsea á eftir að mæta Liverpool, Bristol City, Tottenham og Man United. Man City er sem stendur með sex mörk í plús á Chelsea en ef bæði lið vinna sína leiki til enda tímabils er ljóst að markatalan mun skera úr um hvort þeirra verður meistari. Arsenal hefur þegar tryggt sér 3. sætið og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Skytturnar með 44 stig, níu stigum meira en Man United sem er sæti neðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira