„Alveg ljóst að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. apríl 2024 12:02 Halldór Árnason sækir Vesturbæinn heim í kvöld. vísir / PAWEL Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikmenn sína staðráðna í því að bæta fyrir svekkjandi tap fyrir Keflavík í miðri viku þegar liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó þurfa að aðlaga leikplan liðsins að slæmum grasvelli. Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan. Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan.
Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira