„Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2024 17:21 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik þrátt fyrir tap. vísir / anton brink Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik. „Á síðasta þriðjungi hefði ég viljað sjá betri ákvarðanatökur og í fyrri hálfleik vorum við svolítið hræddar við að spila boltanum fram en ég á eftir að sjá leikinn aftur til þess að meta hvort að svekkelsið sé mikið eða lítið.“ sagði Ólafur í viðtali eftir leik og bætti við að hann sé aldrei sáttur við að tapa. Bæði mörk Vals komu í fyrri hálfleik og að mati Ólafs opnaðist vörn Þróttar aðeins of mikið. „Þær fóru aðeins í gegnum okkur. Við vissum að það væri áhætta að spila eins og við gerum en við njótum einnig góðs af því. Valur er með góða leikmenn sem klára færin sín og við ætluðum að lifa með því en kannski var það áhætta en það þarf stundum að gera það.“ Ólafur tók undir með blaðamanni aðspurður hvers vegna dómari leiksins refsaði ekki leikmönnum fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að búið væri að flauta rangstöðu. „Ég er alveg sammála þér. Ég er ekki refsiglaður en það þýðir ekkert að sleppa þessu þar sem þetta eru bara reglur og ef þú tekur hart á þessu á einum stað þá verður þú að taka hart á þessu á öðrum stað þar sem þetta er sama íþróttin.“ Þróttur fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks til þess að jafna leikinn og Ólafur hefði viljað sjá boltann í markinu. „Það var vissulega snemma í síðari hálfleik. Þetta var gott færi og vel spilað en boltinn fór í hliðarnetið. Það hefði breytt einhverju þar sem staðan hefði verið jöfn en það var mikið eftir. „Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin sem við gerðum ekki alveg,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson að lokum. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Valur Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
„Á síðasta þriðjungi hefði ég viljað sjá betri ákvarðanatökur og í fyrri hálfleik vorum við svolítið hræddar við að spila boltanum fram en ég á eftir að sjá leikinn aftur til þess að meta hvort að svekkelsið sé mikið eða lítið.“ sagði Ólafur í viðtali eftir leik og bætti við að hann sé aldrei sáttur við að tapa. Bæði mörk Vals komu í fyrri hálfleik og að mati Ólafs opnaðist vörn Þróttar aðeins of mikið. „Þær fóru aðeins í gegnum okkur. Við vissum að það væri áhætta að spila eins og við gerum en við njótum einnig góðs af því. Valur er með góða leikmenn sem klára færin sín og við ætluðum að lifa með því en kannski var það áhætta en það þarf stundum að gera það.“ Ólafur tók undir með blaðamanni aðspurður hvers vegna dómari leiksins refsaði ekki leikmönnum fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að búið væri að flauta rangstöðu. „Ég er alveg sammála þér. Ég er ekki refsiglaður en það þýðir ekkert að sleppa þessu þar sem þetta eru bara reglur og ef þú tekur hart á þessu á einum stað þá verður þú að taka hart á þessu á öðrum stað þar sem þetta er sama íþróttin.“ Þróttur fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks til þess að jafna leikinn og Ólafur hefði viljað sjá boltann í markinu. „Það var vissulega snemma í síðari hálfleik. Þetta var gott færi og vel spilað en boltinn fór í hliðarnetið. Það hefði breytt einhverju þar sem staðan hefði verið jöfn en það var mikið eftir. „Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin sem við gerðum ekki alveg,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson að lokum.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Valur Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira