„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2024 16:36 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Þrótti. VÍSIR/VILHELM Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. „Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni. Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni.
Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn