Bikarmeistararnir örugglega áfram eftir smá hikst Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2024 17:10 Víkingar byrja tímabilið af krafti. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla kl. 15:00 í dag. Ríkjandi bikarmeistarar Víkings tryggðu sig örugglega áfram en D-deildar lið Víðis komst í 0-1 í upphafi leiks með ótrúlegu marki. David Toro Jimenez sá sér leik á borði þegar aukaspyrna var dæmd á 13. mínútu og skoraði af um það bil 70 metra færi í autt mark Víkinga þar sem Pálmi Rafn markvörður var staðsettur alltof framarlega til að eiga möguleika á að verja skotið. ALVÖRU MARK! David Toro Jimenez kom Víði yfir gegn ríkjandi bikarmeisturunum, sirka 70 metra færi. Vá! 😲🏆 @vidir_gardi pic.twitter.com/gDiqApbPjZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Adam var þó ekki lengi einn í paradís en Aron Elís Þrándarson jafnaði metin þremur mínútum seinna. Það tók bikarameistarana dágóða stund að komast yfir þar sem Víðismenn vörðust vel en Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 68. mínútu og þeir Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen innsiglu svo 4-1 sigur undir lokin. B-deildarlið ÍR sótti KA heim þar sem gestirnir jöfnuðu 1-1 í uppbótartíma. Grípa þurfti til framlengingar og kom sigurmarkið ekki fyrr en á 119. mínútu en það var af dýrari gerðinni. Daníel Hafsteinsson hetja KA manna að þessu sinni. KA komið áfram eftir stórkostlegt mark hjá @danielhafsteins! Hann sparkaði svo fast að hann meiddi sig 😬 pic.twitter.com/4GiqQun9w9— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Skagamenn áttu náðugan dag á Skipaskaga þar sem Tindastóll kom í heimsókn, en Stólarnir leika í D-deildinni, 4. deild. Lokatölur 3-0 þar Ingi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörkin en brenndi svo af vítaspyrnu í seinni hálfleik og missti þar með af þrennunni. Hilmar Elís Hilmarsson innsiglaði svo sigurinn skömmu síðar. Boðið var upp á tvo Lengjudeildarslagi þar sem mættust annars vegar Afturelding og Dalvík/Reynir og hins vegar Grótta og Þór. Tvö rauð spjöld fóru á loft í seinni leiknum. Afturelding vann öruggan 4-1 sigur á nýliðum Dalvíkur/Reynis þar sem Patrekur Orri Guðjónsson skoraði tvö en Tómas Þórðarson skoraði eina mark gestanna. Þórsarar gerðu góð ferð á Seltjarnarnesið og lögðu Gróttu 0-3. Rafael Victor skoraði fyrstu tvö mörk gestanna en skömmu áður hafði Tareq Shihab, leikmaður Gróttu, fengið sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt á 84. mínútu þegar hann rændi Gróttu augljósu marktækifæri. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
David Toro Jimenez sá sér leik á borði þegar aukaspyrna var dæmd á 13. mínútu og skoraði af um það bil 70 metra færi í autt mark Víkinga þar sem Pálmi Rafn markvörður var staðsettur alltof framarlega til að eiga möguleika á að verja skotið. ALVÖRU MARK! David Toro Jimenez kom Víði yfir gegn ríkjandi bikarmeisturunum, sirka 70 metra færi. Vá! 😲🏆 @vidir_gardi pic.twitter.com/gDiqApbPjZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Adam var þó ekki lengi einn í paradís en Aron Elís Þrándarson jafnaði metin þremur mínútum seinna. Það tók bikarameistarana dágóða stund að komast yfir þar sem Víðismenn vörðust vel en Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 68. mínútu og þeir Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen innsiglu svo 4-1 sigur undir lokin. B-deildarlið ÍR sótti KA heim þar sem gestirnir jöfnuðu 1-1 í uppbótartíma. Grípa þurfti til framlengingar og kom sigurmarkið ekki fyrr en á 119. mínútu en það var af dýrari gerðinni. Daníel Hafsteinsson hetja KA manna að þessu sinni. KA komið áfram eftir stórkostlegt mark hjá @danielhafsteins! Hann sparkaði svo fast að hann meiddi sig 😬 pic.twitter.com/4GiqQun9w9— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Skagamenn áttu náðugan dag á Skipaskaga þar sem Tindastóll kom í heimsókn, en Stólarnir leika í D-deildinni, 4. deild. Lokatölur 3-0 þar Ingi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörkin en brenndi svo af vítaspyrnu í seinni hálfleik og missti þar með af þrennunni. Hilmar Elís Hilmarsson innsiglaði svo sigurinn skömmu síðar. Boðið var upp á tvo Lengjudeildarslagi þar sem mættust annars vegar Afturelding og Dalvík/Reynir og hins vegar Grótta og Þór. Tvö rauð spjöld fóru á loft í seinni leiknum. Afturelding vann öruggan 4-1 sigur á nýliðum Dalvíkur/Reynis þar sem Patrekur Orri Guðjónsson skoraði tvö en Tómas Þórðarson skoraði eina mark gestanna. Þórsarar gerðu góð ferð á Seltjarnarnesið og lögðu Gróttu 0-3. Rafael Victor skoraði fyrstu tvö mörk gestanna en skömmu áður hafði Tareq Shihab, leikmaður Gróttu, fengið sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt á 84. mínútu þegar hann rændi Gróttu augljósu marktækifæri.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira