Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 98-97 | Þorvaldur Orri tryggði Njarðvík sigur með flautukörfu í framlengingu Hjörvar Ólafsson skrifar 25. apríl 2024 21:14 Dwayne Lautier var stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld. Vísir / Pawel Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvík sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með flautuþristi í framlengingu í oddaleik liðs við Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og það munaði aldrei miklu á liðunum. Þegar yfir lauk í venjulegum leiktíma var staðan 87-87 og framlengja þurfti leikinn. Þar náði Darwin Davis tveggja stiga forystu fyrir Þór Þorlákshöfn þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Héldu flestir sem staddir voru í Ljónagrygjunni að björninn væri unninn fyrir Þór. Þovaldur Orri var ekki á sama máli en hann setti skikkjuna á sig og varð hetja Njarðvíkurliðsins. Atvik leiksins Það þarf ekkert að fjölyrða um það hvað er atvik leiksins. Það mátti heyra saumnál detta þegar Þorvaldur Orri lét skotið ríða af. Þegar boltinn fór svo í sviss ætlaði allt um koll að keyra og Njarðvíkingar trylltust eðlilega af gleði. Þvílík stund fyrir Þorvald Orra. Stjörnur og skúrkar Þorvaldur Orri stal fyrirsögnunum með þriggja stiga körfu sinni á ögurstundu en Dwayne Lautier-Ogunleye og Dominykas Milka lögðu þung lóð á vogarskálina við að tryggja Njarðvíkingum áfram. Lautier skoraði 26 stig og Milka 25 stig. Darwin Davis var hársbreidd frá því að vera hetja gestanna frá Þorlákshöfn en hann skoraði 28 stig í leiknum. Jordan Semple kom næstur hjá Þór með sín 27 stig. Það er ekki við hæfi að tilnefna einhverja skúrka eftir svona frábært körfuboltakvöld. Dómarar leiksins Dómaratríó leiksins, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Bjarki Þór Davíðsson, komust afar vel á þessu verkefni. Létu leikinn flæða vel og tóku af stóískri ró á þeim málum sem þurfti að taka á í þessum bráðskemmtilega leik. Stemming og umgjörð Það var gjörsamlega pakkað í Ljónagryfjunni í kvöld og staðan var sú að þeir sem mættu þurftu að standa til þess að koma eins mörgum að og mögulegt var. Þröngt máttu sáttir standa. Stemmingin í stúkunni var eftir því. Erfitt var að heyra mannsins mál á meðan á leik stóð slík voru lætin í stuðningsmönnum liðanna. Blaðamannaaðstaðan er svo alltaf vinalega í Ljónagryfjunni. Þröngt mega sáttir sitja í áhaldageymslunni en það fór vel á með þeim sem gerðu leiknum skil. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn
Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvík sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með flautuþristi í framlengingu í oddaleik liðs við Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og það munaði aldrei miklu á liðunum. Þegar yfir lauk í venjulegum leiktíma var staðan 87-87 og framlengja þurfti leikinn. Þar náði Darwin Davis tveggja stiga forystu fyrir Þór Þorlákshöfn þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Héldu flestir sem staddir voru í Ljónagrygjunni að björninn væri unninn fyrir Þór. Þovaldur Orri var ekki á sama máli en hann setti skikkjuna á sig og varð hetja Njarðvíkurliðsins. Atvik leiksins Það þarf ekkert að fjölyrða um það hvað er atvik leiksins. Það mátti heyra saumnál detta þegar Þorvaldur Orri lét skotið ríða af. Þegar boltinn fór svo í sviss ætlaði allt um koll að keyra og Njarðvíkingar trylltust eðlilega af gleði. Þvílík stund fyrir Þorvald Orra. Stjörnur og skúrkar Þorvaldur Orri stal fyrirsögnunum með þriggja stiga körfu sinni á ögurstundu en Dwayne Lautier-Ogunleye og Dominykas Milka lögðu þung lóð á vogarskálina við að tryggja Njarðvíkingum áfram. Lautier skoraði 26 stig og Milka 25 stig. Darwin Davis var hársbreidd frá því að vera hetja gestanna frá Þorlákshöfn en hann skoraði 28 stig í leiknum. Jordan Semple kom næstur hjá Þór með sín 27 stig. Það er ekki við hæfi að tilnefna einhverja skúrka eftir svona frábært körfuboltakvöld. Dómarar leiksins Dómaratríó leiksins, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Bjarki Þór Davíðsson, komust afar vel á þessu verkefni. Létu leikinn flæða vel og tóku af stóískri ró á þeim málum sem þurfti að taka á í þessum bráðskemmtilega leik. Stemming og umgjörð Það var gjörsamlega pakkað í Ljónagryfjunni í kvöld og staðan var sú að þeir sem mættu þurftu að standa til þess að koma eins mörgum að og mögulegt var. Þröngt máttu sáttir standa. Stemmingin í stúkunni var eftir því. Erfitt var að heyra mannsins mál á meðan á leik stóð slík voru lætin í stuðningsmönnum liðanna. Blaðamannaaðstaðan er svo alltaf vinalega í Ljónagryfjunni. Þröngt mega sáttir sitja í áhaldageymslunni en það fór vel á með þeim sem gerðu leiknum skil.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti