Fleiri löggur á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2024 11:53 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að á sama tíma og tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgar, fækkar lögreglumönnum á svæðinu. Evrópskir staðlar segja til um að hér eigi að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir 1,2. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við það vanti fimm hundruð lögreglumenn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur undir þessar áhyggjur en bendir á að jákvæð teikn séu á lofti. „Það þarf að styrkja lögregluna í landinu en til þess þurfum við að fá menntaða lögreglumenn. Þannig að við erum að útskrifa núna um það bil áttatíu á ári. Þannig það fjölgar hratt þegar þessi fjölgun kemur út í liðin og þeim þarf auðvitað að fylgja fjármagn,“ segir Sigríður Björk. Fleiri tilkynningar ekki það sama og fleiri brot Hún bendir á að þrátt fyrir að tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot fjölgi þýði það ekki endilega að brotin séu að verða fleiri. „Við þurfum líka að horfa á það að við erum að hvetja fólk til að kæra. Ef við horfum til dæmis á heimilisofbeldisverkefnin og hvernig við höfum breytt verklaginu þar. Þegar við hófum nýtt verklag fyrir áratug var tuttugu prósent tilkynntra ofbeldisbrota heimilisofbeldismál. En nú eru þau í kringum helmingur af tilkynntum brotum. Þannig þetta eru líka fleiri tilkynningar, ekki endilega fjölgun glæpa,“ segir Sigríður Björk. Höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað Það þurfi klárlega að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að fjölga lögreglu hlutfallslega vegna fjölgunar íbúa og þá er höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað. Þannig það þarf að fjölga þar, klárlega,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að á sama tíma og tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgar, fækkar lögreglumönnum á svæðinu. Evrópskir staðlar segja til um að hér eigi að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir 1,2. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við það vanti fimm hundruð lögreglumenn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur undir þessar áhyggjur en bendir á að jákvæð teikn séu á lofti. „Það þarf að styrkja lögregluna í landinu en til þess þurfum við að fá menntaða lögreglumenn. Þannig að við erum að útskrifa núna um það bil áttatíu á ári. Þannig það fjölgar hratt þegar þessi fjölgun kemur út í liðin og þeim þarf auðvitað að fylgja fjármagn,“ segir Sigríður Björk. Fleiri tilkynningar ekki það sama og fleiri brot Hún bendir á að þrátt fyrir að tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot fjölgi þýði það ekki endilega að brotin séu að verða fleiri. „Við þurfum líka að horfa á það að við erum að hvetja fólk til að kæra. Ef við horfum til dæmis á heimilisofbeldisverkefnin og hvernig við höfum breytt verklaginu þar. Þegar við hófum nýtt verklag fyrir áratug var tuttugu prósent tilkynntra ofbeldisbrota heimilisofbeldismál. En nú eru þau í kringum helmingur af tilkynntum brotum. Þannig þetta eru líka fleiri tilkynningar, ekki endilega fjölgun glæpa,“ segir Sigríður Björk. Höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað Það þurfi klárlega að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að fjölga lögreglu hlutfallslega vegna fjölgunar íbúa og þá er höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað. Þannig það þarf að fjölga þar, klárlega,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15
Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53