Luka og félagar jöfnuðu: „Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2024 13:00 Luka Doncic og Amir Coffey berjast um boltann í leik Los Angels Clippers og Dallas Mavericks. getty/Keith Birmingham Varnarleikurinn var í aðalhlutverki þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 93-96, í öðrum leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvíginu er 1-1. Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu, skoraði 32 stig og gaf níu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 23 stig og PJ Washington átján. Luka Doncic TOOK OVER in the 4th quarter of Game 2 to help the @dallasmavs tie the series 1-1!32 PTS | 9 AST | 6 REB | 5 3PMGame 3: Friday, 8pm/et on ESPN pic.twitter.com/RPDS1HX7Je— NBA (@NBA) April 24, 2024 Varnir beggja liða voru sterkar í leiknum í nótt, eitthvað sem gladdi Jason Kidd, þjálfara Dallas. „Við spiluðum 48 mínútur af hörðum körfubolta. Bæði lið skoruðu minna en hundrað stig. Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur,“ sagði Kidd. Kawhi Leonard sneri aftur í lið Clippers og lék sinn fyrsta leik síðan 31. mars. Hann skoraði fimmtán stig. Paul George og James Harden voru stigahæstir hjá heimamönnum með 22 stig hvor. Minnesota Timberwolves komst í 2-0 í einvíginu gegn Phoenix Suns með 105-93 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Varnarleikur Úlfanna var sterkur og helstu sóknarmenn Sólanna, Devin Booker, Kevin Durant og Bradley Beal, hittu aðeins úr samtals átján af 45 skotum sínum. Anthony Edwards átti erfitt uppdráttar hjá Minnesota en það kom ekki að sök. Jaden McDaniels skoraði 25 stig, sem er það mesta sem hann hefur gert í úrslitakeppni á ferlinum, og Mike Conley og Rudy Gobert skiluðu báðir átján stigum. Jaden McDaniels tonight:25 PTS (team-high)8 REB10-17 FG+24Playoff career-high in points. pic.twitter.com/iQmUjlRHp2— StatMuse (@statmuse) April 24, 2024 Þá jafnaði Indiana Pacers metin gegn Milwaukee Bucks í Austurdeildinni með 108-125 útisigri. Pascal Siakam átti stórleik fyrir Indiana. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Myles Turner skoraði 22 stig og Andrew Nembhard tuttugu. Pascal Siakam DOMINATED to help the @Pacers tie the series 1-1 in Game 2!37 PTS | 11 REB | 6 AST | 3 3PMGame 3: Friday, 5:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/jOSu1QOGil— NBA (@NBA) April 24, 2024 Damian Lillard skoraði 34 stig fyrir Milwaukee sem lék án Giannis Antetokounmpo eins og í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu, skoraði 32 stig og gaf níu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 23 stig og PJ Washington átján. Luka Doncic TOOK OVER in the 4th quarter of Game 2 to help the @dallasmavs tie the series 1-1!32 PTS | 9 AST | 6 REB | 5 3PMGame 3: Friday, 8pm/et on ESPN pic.twitter.com/RPDS1HX7Je— NBA (@NBA) April 24, 2024 Varnir beggja liða voru sterkar í leiknum í nótt, eitthvað sem gladdi Jason Kidd, þjálfara Dallas. „Við spiluðum 48 mínútur af hörðum körfubolta. Bæði lið skoruðu minna en hundrað stig. Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur,“ sagði Kidd. Kawhi Leonard sneri aftur í lið Clippers og lék sinn fyrsta leik síðan 31. mars. Hann skoraði fimmtán stig. Paul George og James Harden voru stigahæstir hjá heimamönnum með 22 stig hvor. Minnesota Timberwolves komst í 2-0 í einvíginu gegn Phoenix Suns með 105-93 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Varnarleikur Úlfanna var sterkur og helstu sóknarmenn Sólanna, Devin Booker, Kevin Durant og Bradley Beal, hittu aðeins úr samtals átján af 45 skotum sínum. Anthony Edwards átti erfitt uppdráttar hjá Minnesota en það kom ekki að sök. Jaden McDaniels skoraði 25 stig, sem er það mesta sem hann hefur gert í úrslitakeppni á ferlinum, og Mike Conley og Rudy Gobert skiluðu báðir átján stigum. Jaden McDaniels tonight:25 PTS (team-high)8 REB10-17 FG+24Playoff career-high in points. pic.twitter.com/iQmUjlRHp2— StatMuse (@statmuse) April 24, 2024 Þá jafnaði Indiana Pacers metin gegn Milwaukee Bucks í Austurdeildinni með 108-125 útisigri. Pascal Siakam átti stórleik fyrir Indiana. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Myles Turner skoraði 22 stig og Andrew Nembhard tuttugu. Pascal Siakam DOMINATED to help the @Pacers tie the series 1-1 in Game 2!37 PTS | 11 REB | 6 AST | 3 3PMGame 3: Friday, 5:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/jOSu1QOGil— NBA (@NBA) April 24, 2024 Damian Lillard skoraði 34 stig fyrir Milwaukee sem lék án Giannis Antetokounmpo eins og í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira