Danijel Djuric á markið: Annars hefði ég aldrei fagnað svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 12:31 Danijel Dejan Djuric fær að halda markinu sínu á móti Breiðabliki. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric og félagar í Víkingi eru einir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í þriðju umferðinni um helgina. Djuric var með mark og stoðsendingu í leiknum og heldur hann markinu sínu eftir að leikskýrslan hefur verið staðfest af KSÍ. Athygli vakti í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum að lýsandi leiksins á Stöð 2 Sport, vildi frá fyrstu sekúndu ólmur skrá markið sem sjálfsmark og að það yrði ekki skráð á Danijel Dejan. Danijel fagnaði samt markinu af miklu krafti og sannfærði greinilega dómara leiksins. Dómari leiksins skráði markið nefnilega strax á Danijel. Nú er búið að staðfesta skýrsluna og markið er enn skráð á Víkinginn eins og sjá má með því að skoða leikskýrslu leiksins á heimasíðu KSÍ. „Ég hélt fyrst að hann hefði snert boltann fyrst og síðan ég. Þetta er miklu skýrara að þetta er mitt mark. Ég stýri honum inn,“ sagði Danijel eftir að hann fékk að skoða upptökuna hér fyrir neðan. „Ég myndi ekki fagna svona ef ég hefði ekki vitað að þetta væri mitt mark,“ sagði Danijel. Hann er því hundrað prósent á því að hann eigi markið. „Það eru bara einhverjir gamlir karla í stúkunni sem sjá þetta ekki,“ sagði Danijel léttur. Það var vissulega mjög erfitt að sjá það í fyrstu hvort það var Danijel eða Blikinn Damir Muminovic sem sparkaði í boltann. Margar endursýningar og það er enn mikill efi. Vísir hefur nú hægt á upptöku af besta sjónarhorninu á markinu og má sjá hana hérna fyrir neðan. Með því að skoða þetta mjög hægt er hægt að reyna rýna betur í það hvor þeirra komst í boltann. Þar teljum við okkur ná að sanna það að dómari leiksins hafi gert rétt með því að skrá markið á Víkinginn. Nú getur þú lesandi góður metið það hvort að það sé ekki rétt að skrá markið á Danijel Djuric. Enn neðar má síðan sjá öll mörkin úr leiknum á eðlilegum hraða. Klippa: Mark Danijel Dejan Djuric á móti Blikum Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Athygli vakti í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum að lýsandi leiksins á Stöð 2 Sport, vildi frá fyrstu sekúndu ólmur skrá markið sem sjálfsmark og að það yrði ekki skráð á Danijel Dejan. Danijel fagnaði samt markinu af miklu krafti og sannfærði greinilega dómara leiksins. Dómari leiksins skráði markið nefnilega strax á Danijel. Nú er búið að staðfesta skýrsluna og markið er enn skráð á Víkinginn eins og sjá má með því að skoða leikskýrslu leiksins á heimasíðu KSÍ. „Ég hélt fyrst að hann hefði snert boltann fyrst og síðan ég. Þetta er miklu skýrara að þetta er mitt mark. Ég stýri honum inn,“ sagði Danijel eftir að hann fékk að skoða upptökuna hér fyrir neðan. „Ég myndi ekki fagna svona ef ég hefði ekki vitað að þetta væri mitt mark,“ sagði Danijel. Hann er því hundrað prósent á því að hann eigi markið. „Það eru bara einhverjir gamlir karla í stúkunni sem sjá þetta ekki,“ sagði Danijel léttur. Það var vissulega mjög erfitt að sjá það í fyrstu hvort það var Danijel eða Blikinn Damir Muminovic sem sparkaði í boltann. Margar endursýningar og það er enn mikill efi. Vísir hefur nú hægt á upptöku af besta sjónarhorninu á markinu og má sjá hana hérna fyrir neðan. Með því að skoða þetta mjög hægt er hægt að reyna rýna betur í það hvor þeirra komst í boltann. Þar teljum við okkur ná að sanna það að dómari leiksins hafi gert rétt með því að skrá markið á Víkinginn. Nú getur þú lesandi góður metið það hvort að það sé ekki rétt að skrá markið á Danijel Djuric. Enn neðar má síðan sjá öll mörkin úr leiknum á eðlilegum hraða. Klippa: Mark Danijel Dejan Djuric á móti Blikum
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira