Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 14:56 Teikning af Voyager 1 ferðast á milli stjarnanna. Geimfarið er í um 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni, hátt í ljósdag. NASA/JPL-Caltech Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra. Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra.
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35