Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2024 11:50 Fékk Guy Smit, markvörður KR, bót meina sinna í gegnum markmannshanskann? Eða er ekki frekar um að ræða vel útfærða brellu hjá KR. Vísir KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport á sunnudaginn í samhengi við hversu KR-liðið virkaði slitið í fyrri hálfleik gegn Fram líkt og raunin hafði einnig verið gegn Fylki í fyrstu umferð deildarinnar. „Mér finnst þeir hafa verið það (slitnir),“ sagði Atli Viðar Björnsson, einn sérfræðinga Stúkunnar. „Það voru atvik, þarna í fyrri hálfleiknum sérstaklega, þar sem að liðið var mjög slitið. Mjög auðvelt fyrir Fram að finna menn í fætur þarna á miðjunni.“ Á þessum tímapunkti fyrri hálfleiksins virðist Guy Smit, markverði KR, hafa verið skipað að setjast niður og kalla á aðhlynningu svo að leikurinn yrði stöðvaður. „Skilaboðin af bekknum virðast hafa verið „sestu niður, láttu hlúa að þér því að við þurfum að halda fund“ og þarna eru leikmenn KR kallaðir á fund á hliðarlínunni og komið á framfæri við þá einhverjum breytingum á leikskipulaginu. Í rauninni finnst mér svo allt annað að sjá KR liðið eftir þetta,“ sagði Atli Viðar. KR-ingar gripu þarna til þess ráðs að beita svo til nýlegri brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins. Brellu sem hefur verið beitt töluvert úti í heimi og virðist erfitt fyrir dómara leiksins að koma í veg fyrir. „Mér sýndist Guy Smit gefa þarna merki um að hann væri meiddur á fingri en hann fór hins vegar aldrei úr markmannshanskanum til að láta kanna stöðuna á fingrinum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Það var eins og hann hefði verið læknaður í gegnum hanskann. Við erum að sjá þetta gerast víða. Markmenn eru látnir setjast niður því það er ekkert hægt að gera. Það er ekki hægt að skipa markmanninum að bíða fyrir utan völlinn eftir að hafa fengið aðhlynningu. Þó að dómarinn viti kannski að umræddur markvörður sé ekki meiddur, þá getur hann ekki sett hann út fyrir.“ Umræðuna úr Stúkunni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Klippa: KR tóku trix úr brellubókinni: „Ekkert hægt að gera“ Stúkan KR Besta deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport á sunnudaginn í samhengi við hversu KR-liðið virkaði slitið í fyrri hálfleik gegn Fram líkt og raunin hafði einnig verið gegn Fylki í fyrstu umferð deildarinnar. „Mér finnst þeir hafa verið það (slitnir),“ sagði Atli Viðar Björnsson, einn sérfræðinga Stúkunnar. „Það voru atvik, þarna í fyrri hálfleiknum sérstaklega, þar sem að liðið var mjög slitið. Mjög auðvelt fyrir Fram að finna menn í fætur þarna á miðjunni.“ Á þessum tímapunkti fyrri hálfleiksins virðist Guy Smit, markverði KR, hafa verið skipað að setjast niður og kalla á aðhlynningu svo að leikurinn yrði stöðvaður. „Skilaboðin af bekknum virðast hafa verið „sestu niður, láttu hlúa að þér því að við þurfum að halda fund“ og þarna eru leikmenn KR kallaðir á fund á hliðarlínunni og komið á framfæri við þá einhverjum breytingum á leikskipulaginu. Í rauninni finnst mér svo allt annað að sjá KR liðið eftir þetta,“ sagði Atli Viðar. KR-ingar gripu þarna til þess ráðs að beita svo til nýlegri brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins. Brellu sem hefur verið beitt töluvert úti í heimi og virðist erfitt fyrir dómara leiksins að koma í veg fyrir. „Mér sýndist Guy Smit gefa þarna merki um að hann væri meiddur á fingri en hann fór hins vegar aldrei úr markmannshanskanum til að láta kanna stöðuna á fingrinum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Það var eins og hann hefði verið læknaður í gegnum hanskann. Við erum að sjá þetta gerast víða. Markmenn eru látnir setjast niður því það er ekkert hægt að gera. Það er ekki hægt að skipa markmanninum að bíða fyrir utan völlinn eftir að hafa fengið aðhlynningu. Þó að dómarinn viti kannski að umræddur markvörður sé ekki meiddur, þá getur hann ekki sett hann út fyrir.“ Umræðuna úr Stúkunni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Klippa: KR tóku trix úr brellubókinni: „Ekkert hægt að gera“
Stúkan KR Besta deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira