Börnin okkar Sigurbjörg Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2024 14:31 Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar