Skoraði 35 stig í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 13:00 Damian Lillard ber sér á brjóst. getty/Stacy Revere Damian Lillard fór hamförum í fyrri hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir Milwaukee Bucks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Giannis Antetokounmpo var fjarri góðu gamni þegar Milwaukee tók á móti Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA í nótt. En í fjarveru hans tók Lillard við kyndlinum. Leikstjórnandinn var í miklum ham í fyrri hálfleik og skoraði þá hvorki fleiri né færri en 35 stig. Milwaukee var 69-42 yfir í hálfleik. Damian Lillard's ELECTRIC 1st half set the @Bucks up to capture Game 1 in Milwaukee 35 PTS | 6 REB | 6 3PMGame 2: Tuesday, 8:30pm/et on NBA TV pic.twitter.com/jiNOZVRjZB— NBA (@NBA) April 22, 2024 Lillard skoraði ekki stig í seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Hirtirnir unnu fimmtán stiga sigur, 109-94, og eru komnir í 1-0 í einvíginu. Khris Middleton skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með fimmtán stig og ellefu fráköst. Pascal Siakam var langatkvæðamestur hjá Indiana með 36 stig og þrettán fráköst. Tyrese Haliburton hafði mjög hægt um sig, tók bara sjö skot og skoraði níu stig. Topplið Vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, þurfti að taka á honum stóra sínum gegn New Orleans Pelicans en vann tveggja stiga sigur, 94-92. Shai Gilgeous-Alexander fór langt með að tryggja OKC sigurinn þegar hann setti niður flotskot þegar hálf mínúta var eftir. Hann skoraði 28 stig og var stigahæstur á vellinum. SGA (28 PTS) took over in the 4th quarter to lead the @okcthunder to the Game 1 win against the Pelicans Game 2: Wednesday, 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/T9FvnmgzG3— NBA (@NBA) April 22, 2024 Jalen Williams skoraði nítján stig fyrir Þrumuna og Chet Holmgren fimmtán. Þetta var fyrsti sigur OKC á heimavelli í úrslitakeppni síðan 2019. Trey Murphy skoraði 21 stig fyrir Pelikanana og CJ McCollum tuttugu. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var fjarri góðu gamni þegar Milwaukee tók á móti Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA í nótt. En í fjarveru hans tók Lillard við kyndlinum. Leikstjórnandinn var í miklum ham í fyrri hálfleik og skoraði þá hvorki fleiri né færri en 35 stig. Milwaukee var 69-42 yfir í hálfleik. Damian Lillard's ELECTRIC 1st half set the @Bucks up to capture Game 1 in Milwaukee 35 PTS | 6 REB | 6 3PMGame 2: Tuesday, 8:30pm/et on NBA TV pic.twitter.com/jiNOZVRjZB— NBA (@NBA) April 22, 2024 Lillard skoraði ekki stig í seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Hirtirnir unnu fimmtán stiga sigur, 109-94, og eru komnir í 1-0 í einvíginu. Khris Middleton skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með fimmtán stig og ellefu fráköst. Pascal Siakam var langatkvæðamestur hjá Indiana með 36 stig og þrettán fráköst. Tyrese Haliburton hafði mjög hægt um sig, tók bara sjö skot og skoraði níu stig. Topplið Vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, þurfti að taka á honum stóra sínum gegn New Orleans Pelicans en vann tveggja stiga sigur, 94-92. Shai Gilgeous-Alexander fór langt með að tryggja OKC sigurinn þegar hann setti niður flotskot þegar hálf mínúta var eftir. Hann skoraði 28 stig og var stigahæstur á vellinum. SGA (28 PTS) took over in the 4th quarter to lead the @okcthunder to the Game 1 win against the Pelicans Game 2: Wednesday, 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/T9FvnmgzG3— NBA (@NBA) April 22, 2024 Jalen Williams skoraði nítján stig fyrir Þrumuna og Chet Holmgren fimmtán. Þetta var fyrsti sigur OKC á heimavelli í úrslitakeppni síðan 2019. Trey Murphy skoraði 21 stig fyrir Pelikanana og CJ McCollum tuttugu.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum