Varnarmál efst á baugi nýs formanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 18:10 Mona Juul er nýkjörinn formaður danska íhaldsflokksins. De Konservative Folkeparti Mona Juul er nýr formaður danska íhaldsflokksins eftir kosningar á landsþingi flokksins sem haldinn var í dag. Á þrennu bar í fyrstu ræðu hennar sem formaður: varnarmálum, fjölskyldumálum og loftslagsmálum. Hún tekur við af Søren Pape Poulsen sem lést eftir að hann hlaut skyndilega blæðingu inn á heilann á floksstjórnarfundi í Vejen í síðasta mánuði. Hann var aðeins 52 ára að aldri. Hún segir nauðsynlegt að fylgja í fótspor Norðmanna sem hækkuðu nýlega útgjöld til varnarmála í þrjú prósent landsframleiðslu. Mona lýsti ástandinu í Evrópu í dag sem „fyrirstríðstímabili“ og vísaði til varnarmálaráðherra Þýskalands sem sagði að Rússland gæti gert árás á þjóðir Atlantshafsbandalagsins innan fimm til átta ár. „Þess vegna þurfum við einfaldlega nýja og alvarlegri nálgun á dönsk varnarmál,“ sagði Mona í ræðu sinni. Í samtali við DR segir hún þó flokkinn ekki gera kröfu um að þrjú prósent landsframleiðslu fari í málaflokkinn. „Ef það sýnir sig að það er þörf á frekari fjárveitingum þá erum við tilbúin að bæta við útgjöldin. Við skulum bara segja að við erum fús til þess, okkur langar til þess. Því það er ekkert mikilvægara en varnir Danmerkur,“ segir Mona. Hún segir það ekki liggja fyrir hvaðan þessir milljarðar ætlaðir varnarmálum eigi eftir að koma. „Við komumst að því ef það reynist nauðsynlegt. Forgangsröðunin er sú að fyrst afgreiðum við nákvæmlega það sem þörf er á, því sem íhaldskona er markmiðið auðvitað ekki að sóa frekara fé en þarf,“ segir hún í viðtali við Berlingske. Stórum hluta ræðu Monu var varið í að kalla eftir því sem hún kallar „fullorðnara samfélagi.“ „Við vitum til dæmis að í fullorðnu samfélagi kemur það hreinlega ekki fyrir að peninga vanti í varnarmálaráðuneytið. Það kemur ekki fyrir að hermennina okkar skorti efni,“ segir hún. Danmörk Tengdar fréttir Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Hún tekur við af Søren Pape Poulsen sem lést eftir að hann hlaut skyndilega blæðingu inn á heilann á floksstjórnarfundi í Vejen í síðasta mánuði. Hann var aðeins 52 ára að aldri. Hún segir nauðsynlegt að fylgja í fótspor Norðmanna sem hækkuðu nýlega útgjöld til varnarmála í þrjú prósent landsframleiðslu. Mona lýsti ástandinu í Evrópu í dag sem „fyrirstríðstímabili“ og vísaði til varnarmálaráðherra Þýskalands sem sagði að Rússland gæti gert árás á þjóðir Atlantshafsbandalagsins innan fimm til átta ár. „Þess vegna þurfum við einfaldlega nýja og alvarlegri nálgun á dönsk varnarmál,“ sagði Mona í ræðu sinni. Í samtali við DR segir hún þó flokkinn ekki gera kröfu um að þrjú prósent landsframleiðslu fari í málaflokkinn. „Ef það sýnir sig að það er þörf á frekari fjárveitingum þá erum við tilbúin að bæta við útgjöldin. Við skulum bara segja að við erum fús til þess, okkur langar til þess. Því það er ekkert mikilvægara en varnir Danmerkur,“ segir Mona. Hún segir það ekki liggja fyrir hvaðan þessir milljarðar ætlaðir varnarmálum eigi eftir að koma. „Við komumst að því ef það reynist nauðsynlegt. Forgangsröðunin er sú að fyrst afgreiðum við nákvæmlega það sem þörf er á, því sem íhaldskona er markmiðið auðvitað ekki að sóa frekara fé en þarf,“ segir hún í viðtali við Berlingske. Stórum hluta ræðu Monu var varið í að kalla eftir því sem hún kallar „fullorðnara samfélagi.“ „Við vitum til dæmis að í fullorðnu samfélagi kemur það hreinlega ekki fyrir að peninga vanti í varnarmálaráðuneytið. Það kemur ekki fyrir að hermennina okkar skorti efni,“ segir hún.
Danmörk Tengdar fréttir Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37