Varnarmál efst á baugi nýs formanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 18:10 Mona Juul er nýkjörinn formaður danska íhaldsflokksins. De Konservative Folkeparti Mona Juul er nýr formaður danska íhaldsflokksins eftir kosningar á landsþingi flokksins sem haldinn var í dag. Á þrennu bar í fyrstu ræðu hennar sem formaður: varnarmálum, fjölskyldumálum og loftslagsmálum. Hún tekur við af Søren Pape Poulsen sem lést eftir að hann hlaut skyndilega blæðingu inn á heilann á floksstjórnarfundi í Vejen í síðasta mánuði. Hann var aðeins 52 ára að aldri. Hún segir nauðsynlegt að fylgja í fótspor Norðmanna sem hækkuðu nýlega útgjöld til varnarmála í þrjú prósent landsframleiðslu. Mona lýsti ástandinu í Evrópu í dag sem „fyrirstríðstímabili“ og vísaði til varnarmálaráðherra Þýskalands sem sagði að Rússland gæti gert árás á þjóðir Atlantshafsbandalagsins innan fimm til átta ár. „Þess vegna þurfum við einfaldlega nýja og alvarlegri nálgun á dönsk varnarmál,“ sagði Mona í ræðu sinni. Í samtali við DR segir hún þó flokkinn ekki gera kröfu um að þrjú prósent landsframleiðslu fari í málaflokkinn. „Ef það sýnir sig að það er þörf á frekari fjárveitingum þá erum við tilbúin að bæta við útgjöldin. Við skulum bara segja að við erum fús til þess, okkur langar til þess. Því það er ekkert mikilvægara en varnir Danmerkur,“ segir Mona. Hún segir það ekki liggja fyrir hvaðan þessir milljarðar ætlaðir varnarmálum eigi eftir að koma. „Við komumst að því ef það reynist nauðsynlegt. Forgangsröðunin er sú að fyrst afgreiðum við nákvæmlega það sem þörf er á, því sem íhaldskona er markmiðið auðvitað ekki að sóa frekara fé en þarf,“ segir hún í viðtali við Berlingske. Stórum hluta ræðu Monu var varið í að kalla eftir því sem hún kallar „fullorðnara samfélagi.“ „Við vitum til dæmis að í fullorðnu samfélagi kemur það hreinlega ekki fyrir að peninga vanti í varnarmálaráðuneytið. Það kemur ekki fyrir að hermennina okkar skorti efni,“ segir hún. Danmörk Tengdar fréttir Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hún tekur við af Søren Pape Poulsen sem lést eftir að hann hlaut skyndilega blæðingu inn á heilann á floksstjórnarfundi í Vejen í síðasta mánuði. Hann var aðeins 52 ára að aldri. Hún segir nauðsynlegt að fylgja í fótspor Norðmanna sem hækkuðu nýlega útgjöld til varnarmála í þrjú prósent landsframleiðslu. Mona lýsti ástandinu í Evrópu í dag sem „fyrirstríðstímabili“ og vísaði til varnarmálaráðherra Þýskalands sem sagði að Rússland gæti gert árás á þjóðir Atlantshafsbandalagsins innan fimm til átta ár. „Þess vegna þurfum við einfaldlega nýja og alvarlegri nálgun á dönsk varnarmál,“ sagði Mona í ræðu sinni. Í samtali við DR segir hún þó flokkinn ekki gera kröfu um að þrjú prósent landsframleiðslu fari í málaflokkinn. „Ef það sýnir sig að það er þörf á frekari fjárveitingum þá erum við tilbúin að bæta við útgjöldin. Við skulum bara segja að við erum fús til þess, okkur langar til þess. Því það er ekkert mikilvægara en varnir Danmerkur,“ segir Mona. Hún segir það ekki liggja fyrir hvaðan þessir milljarðar ætlaðir varnarmálum eigi eftir að koma. „Við komumst að því ef það reynist nauðsynlegt. Forgangsröðunin er sú að fyrst afgreiðum við nákvæmlega það sem þörf er á, því sem íhaldskona er markmiðið auðvitað ekki að sóa frekara fé en þarf,“ segir hún í viðtali við Berlingske. Stórum hluta ræðu Monu var varið í að kalla eftir því sem hún kallar „fullorðnara samfélagi.“ „Við vitum til dæmis að í fullorðnu samfélagi kemur það hreinlega ekki fyrir að peninga vanti í varnarmálaráðuneytið. Það kemur ekki fyrir að hermennina okkar skorti efni,“ segir hún.
Danmörk Tengdar fréttir Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37