Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 08:31 Nýliðinn Jaime Jaquez Jr. var flottur hjá Miami Heat með 21 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Hér fagnar hann í nótt. AP/Wilfredo Lee Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum