Kíghósti hefur náð útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Boði Logason skrifar 18. apríl 2024 16:36 Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Getty Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ljóst sé að sýkingin hafi náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár. Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að einkenni kíghósta séu vægt kvef, vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Síðari einkenni eru kíghósta eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Meðgöngutími sjúkdómsins er yfirleitt um tvær til þrjár vikur. „Ung börn, sérstaklega börn innan eins árs, geta orðið alvarlega veik. Fullbólusettir einstaklingar veikjast sjaldan alvarlega en geta fengið langvinnan og hvimleiðan hósta, enda er kíghósti einnig nefndur „hundrað daga hósti“. Ef grunur leikur á kíghóstasmiti er fólki af landinu öllu bent á að heyra í Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru til að fá ráðleggingar um viðbrögð,“ segir á vef heilsugæslunnar. Einstaklingar með kíghósta þurfa að draga eins og kostur er úr umgengni við ungbörn í um tvær vikur ef innan við 10 ár eru frá því viðkomandi var bólusettur eða lengur ef lengra er frá bólusetningu. Mikilvægt er að þau sem smitast haldi sig heima á meðan veikindin ganga yfir. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, til að mynda ef sýkingin veldur bráðri lungnabólgu. Nánar má lesa um kíghósta á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ljóst sé að sýkingin hafi náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár. Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að einkenni kíghósta séu vægt kvef, vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Síðari einkenni eru kíghósta eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Meðgöngutími sjúkdómsins er yfirleitt um tvær til þrjár vikur. „Ung börn, sérstaklega börn innan eins árs, geta orðið alvarlega veik. Fullbólusettir einstaklingar veikjast sjaldan alvarlega en geta fengið langvinnan og hvimleiðan hósta, enda er kíghósti einnig nefndur „hundrað daga hósti“. Ef grunur leikur á kíghóstasmiti er fólki af landinu öllu bent á að heyra í Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru til að fá ráðleggingar um viðbrögð,“ segir á vef heilsugæslunnar. Einstaklingar með kíghósta þurfa að draga eins og kostur er úr umgengni við ungbörn í um tvær vikur ef innan við 10 ár eru frá því viðkomandi var bólusettur eða lengur ef lengra er frá bólusetningu. Mikilvægt er að þau sem smitast haldi sig heima á meðan veikindin ganga yfir. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, til að mynda ef sýkingin veldur bráðri lungnabólgu. Nánar má lesa um kíghósta á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira